Sigurbjörn sigursæll

Sigurbjörn Bárðarson á Hrafni frá Breiðholti í Flóa en þeir ...
Sigurbjörn Bárðarson á Hrafni frá Breiðholti í Flóa en þeir sigruðu B-flokkinn á nýliðnu metamóti Spretts. mbl.is

Keppnisárinu lauk með glæsibrag hjá hinum reynda knapa Sigurbirni Bárðarsyni þegar hann vann fjórar af sex greinum á metamóti hestamannafélagsins Spretts sem fór fram um næstsíðustu helgi. Nokkrum dögum síðar gerði hann sér svo lítið fyrir og sigraði í 100 og 250 metra skeiði á skeiðleikunum og varð í þriðja sæti í 150 metra skeiði.

„Metamótið er með allra stærstu mótum og þar koma allir bestu hestar og knapar landsins saman. Það hefur oft verið á brattann að sækja þar en mér gekk mjög vel núna,“ segir Sigurbjörn, sem vann A-flokk á Nagla frá Flagbjarnarholti, B-flokk á Hrafni frá Breiðholti í Flóa, 100 metra skeið og 250 metra skeið á Vökli frá Tunguhálsi og varð þriðji og fimmti í 150 metra skeiði. „Ég var reyndar í úrslitum í tölti líka en dró mig út því ég var með sama hest og í B-flokki og vildi spara hann.“

Sigurbjörn segir það alltaf vera markmiðið að sigra. „Ég var með góð hross og að sjálfsögðu setja keppnismenn sér það markmið að reyna að vinna en síðan verður bara að spyrja að leikslokum.“

Kvaddi tvo kraftmikla öldunga

Sigurbjörn er 65 ára og keppir við sér mun yngri knapa, og það gerir sigurinn enn sætari að hans sögn. Hann er búinn að vera á keppnisbrautinni í 50 ár. „Ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma en það skrítna við þetta allt saman er að manni finnst maður eiga eftir að læra heilan helling ennþá, það safnast stanslaust í reynslubankann.“

Sigurbjörn situr á Flosa frá Keldudal f. 1995, sá dekkri ...
Sigurbjörn situr á Flosa frá Keldudal f. 1995, sá dekkri er Óðinn frá Búðardal f. 1993.

Á metamótinu keppti Sigurbjörn á tveimur öldungum í 150 metra skeiði; Óðni frá Búðardal, sem er 24 vetra, og Flosa frá Keldudal, 23 vetra. „Ég var að kveðja þá á þessu móti, þetta var þeirra síðasta keppni. Óðinn er búinn að vera í 18 ár á keppnisbrautinni og eini hesturinn í Íslandssögunni sem hefur átt heimsmet í öllum skeiðgreinum,“ segir Sigurbjörn en hann náði 5. sæti á Óðni og 3. sæti á Flosa. „Þeir þutu út úr startboxunum eins og ekkert væri, fullir af orku og áhuga.“

Elsti hestur sem Sigurbjörn hefur keppt á var 26 vetra. „Það skiptir svo miklu máli að passa vel upp á þessa stráka; að þeir hafi gaman af þessu og maður fari aldrei í botn á getu heldur að þeir hafi á tilfinningunni að þeir geti meira að loknu hverju móti.“

Landsmót er á næsta ári og stefnir Sigurbjörn ótrauður á það. „Þetta góða gengi gaf mér byr í seglin. Ég er með einstaka hesta og markið er sett með þá á landsmót. Nagli og Hrafn eru tilbúnir að blómstra og síðan eignaðist ég nýjan skeiðhest sem heitir Vökull og virðist vera mikið stjörnuefni. Nú hlakkar maður bara til næstu vertíðar.“

Innlent »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Fnykur sagður „gjörsamlega ólíðandi“

05:30 „Það er ótækt að íbúar líði fyrir þann óþef sem frá þessari starfsemi stafar,“ segir í bókun hverfisráðs Grafarvogs sem lögð var fram á fundi borgarráðs í síðustu viku. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...