Réðust á og rændu eldri konu

mbl.is/Eggert

Síðdegis í gær var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð til þar sem ráðist hafði verið á eldri konu á heimili hennar og henni veittir áverkar. Rannsókn málsins er á frumstigi en svo virðist að tveir karlmenn hafi vitað að þar væru verðmæti að finna og höfðu þeir með sér á brott talsvert magn af skartgripum.

Lögreglan biður fólk að hafa varan á sé þeim boðnir skartgripir til sölu, að því er segir í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér.   

Þeir sem kunna búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna gegnum netfangið adalsteinna@lrh.is , einkaskilaboð á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða gegnum símann 444-1000

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert