100 milljónir í Stjórnarráðsbyggingu

Bílastæðin bakvið stjórnarráðshúsið fer undir viðbygginguna.
Bílastæðin bakvið stjórnarráðshúsið fer undir viðbygginguna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjárheimild málaflokksins er aukin um 100 m.kr. til að halda áfram vinnu við hönnun og framkvæmdir við nýja Stjórnarráðsbyggingu. Framkvæmdin er í samræmi við það sem fram kemur í tillögu til þingsályktunar um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Ísland

Heildarfjárheimild forsætisráðuneytisins fyrir árið 2018 er rúmlega 1.3 milljarður króna og hækkar um tæplega 260 milljónir frá gildandi fjárlögum. Þar munar mestu um nýja Stjórnarráðsbyggingu en jafnframt er gert ráð fyrir 85 milljón króna framlag i til að vinna að viðamiklum verkefnum sem tengjast helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, svo sem endurskoðun á ramma um peningastefnu og stöðugleikasjóð. Það framlag verður jafnframt notað til að efla vinnu við skráningu þjóðlendna og innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 

Sjá frétt mbl.is: Byggt á baklóð stjórnarráðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert