Áætlaðir skattstyrkir nema 87 milljörðum

Skattstyrkir svara til 13.5% af heildarskatttekjum.
Skattstyrkir svara til 13.5% af heildarskatttekjum. mbl.is/Golli

Umfang skattstyrkja er áætlað rúmlega 87 milljarðar króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Það er sú lækkun sem stafar af frávikum frá grunngerð skattkerfisins. Til samanburðar eru skatttekjur ríkisins áætlaðar um 650 milljarðar króna á næsta ári. Skattstyrkirnir svara því tl 13.5% af heildarskattekjum.

Að baki skattstyrkjum eru markmið stjórnvalda um nauðsynlegan stuðning sem getur hentað vel að ná fram gegnum skattkerfið um skemmri eða lengri tíma. Þau birtast í ákvæðum skattalaga, til dæmis sem sérstök undanþága frá skattskyldu, lækkun á skattstofni, lægra skatthlutfalli, afslætti eða endurgreiðslu á skatti. Notast þarf við tiltekna skilgreiningu á grunngerð skattkerfisins til þess að skýrt sé hvenær um skattstyrk er að ræða. 

Frávikin eiga það sameiginlegt að vera yfirleitt ívilnandi fyrir skattgreiðandann og tekjur ríkisins af skattlagninu verða því minni en ella. Heildarumfang skattstyrkja 2018 mælis heldur minna en 2017 og lækkar úr 3.3% í 3.2% af vergri landsframleiðslu.

Umfang skattstyrkja er víðast hvar meira en hér í þeim löndum sem við berum okkur saman við að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Það skýrist að hluta af því að í þessu skattstyrkjayfirliti er enn sem komið er ekki lagt mat á nokkra algenga skattstyrki sem vega þungt í uppgjöri annarra ríkja, einkum má þar nefna meðferð lífeyrissjóðsgjalda og reiknaðrar húsaleigu vegna búsetu í eigin húsnæði. 

Þau málefnasvið sem njóta mestra skattstyrkja eru annars vegar fjölskyldumál en þar nema skattstyrkir tæplega 33.5 milljörðum og hins vegar ferðaþjónusta en þar nema skattstyrkir 25 milljörðum. Önnur málefnasvið njóta mun minni skattstyrkja. 

Sjá frétt af mbl.is: Skattaafsláttur væri skynsamlegur

Sjá frétt af mbl.is Horfa til Svíþjóðar í þeirri viðleitni að auka þátt­töku al­menn­ings á hluta­bréfa­markaði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert