„Ef hann fær hjálp þá fæ ég frið“

Eva Riley vonast til að maðurinn fái þá hjálp sem ...
Eva Riley vonast til að maðurinn fái þá hjálp sem hann þurfi. Eva Riley

Ung stúlka sem hefur verið áreitt af manni í gegnum samfélagsmiðla um árabil mætti í skýrslutöku til lögreglu í morgun vegna málsins og segir lögregluna vera að gera allt sem hún getur.

Málið vakti athygli eftir að Eva Riley, sem er virk á samfélagsmiðlum, birti myndband af sér á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði frá áreitinu sem hefur staðið yfir síðan árið 2013. „Þetta byrjaði rólega, hann var bara að spyrja „Hvað segirðu?“ inni á sinni eigin Facebook-síðu en ég svaraði aldrei. Svo urðu þetta ástarjátningar og hann hélt að við værum trúlofuð. Svo fór þetta út í hótanir og að ég ætti að vera að hóta honum með einhverjum mönnum. Hann byrjaði að hóta mömmu minni,“ sagði Eva í samtali við mbl.is.

Eva kærði manninn til lögreglu árið 2014 en dró kæruna til baka vegna þess að systir hans sagði henni að hann væri kominn inn á geðdeild. „Ég hef verið í sambandi við systur hans og hún er búin að hjálpa mér allan tímann. Ég dró kæruna til baka af því hann var að fá hjálpina sem hann þurfti en svo kom hann út og hélt bara áfram.“

Að sögn Evu bjó maðurinn til fjölda falskra aðganga á samfélagsmiðlum til að halda áreitinu áfram eftir að hún hafði eytt honum. Hún segir hann hafa stofnað yfir 30 mismunandi aðganga á Snapchat auk þess sem hann notaði myndir af öðrum mönnum til að búa til nýja Facebook aðganga. Þó lét hann hana alltaf strax vita að þetta væri hann.

Lögregla hvetur brotaþola til að leita til sín

„En hvað getur lögreglan gert við svona veikan einstakling?“ spyr Eva. „Hann þarf að fá hjálp frá lækni og vera á lyfjum. Ég vona bara að hann fái hjálp. Ef hann fær hjálp þá fæ ég frið.“

Eva segir að í kjölfar þess að hún hafi deilt reynslu sinni hafi margir sent henni eigin reynslusögur og þakkað henni fyrir að hafa vakið athygli á þessu. „Það er greinilega mjög mikið um þetta en það er náttúrulega ekkert hægt að gera.“

Skjáskot


Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að í tilfellum sem þessum geti brotaþoli óskað eftir nálgunarbanni og að lögreglan geti auk þess farið fram á nálgunarbann að eigin frumkvæði. „Ef rökstuddur grunur er til staðar um ítrekuð brot þá er hægt að fara fram á gæsluvarðhald að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.“

Um þá staðreynd að brotaþolum í málum sem þessum finnist fá úrræði í boði segir hún: „Við höfum verið að taka á þessum málum. Í einhverjum tilvikum þar sem áreiti hefur staðið yfir í tiltekið tímabil og lögregla hefur lítið aðhafst þá kunna kannski að vera á því einhverjar skýringar en það þarf að skoða hvert mál sérstaklega. En við höfum þessi úrræði og við reynum að bregðast við þegar brotaþoli leitar til okkar og við viljum að brotaþoli leiti til okkar og því fyrr því betra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Vænlegt er til árangurs ef í 1.-2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í NA-kjördæminu er frambjóðandi frá Akureyri.   Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Hauststemmning í Biskupstungum ...
Hlý og falleg sumarhús til leigu alla daga og helgar. Gisting fyrir 6. Heit laug...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...