„Ef hann fær hjálp þá fæ ég frið“

Eva Riley vonast til að maðurinn fái þá hjálp sem ...
Eva Riley vonast til að maðurinn fái þá hjálp sem hann þurfi. Eva Riley

Ung stúlka sem hefur verið áreitt af manni í gegnum samfélagsmiðla um árabil mætti í skýrslutöku til lögreglu í morgun vegna málsins og segir lögregluna vera að gera allt sem hún getur.

Málið vakti athygli eftir að Eva Riley, sem er virk á samfélagsmiðlum, birti myndband af sér á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði frá áreitinu sem hefur staðið yfir síðan árið 2013. „Þetta byrjaði rólega, hann var bara að spyrja „Hvað segirðu?“ inni á sinni eigin Facebook-síðu en ég svaraði aldrei. Svo urðu þetta ástarjátningar og hann hélt að við værum trúlofuð. Svo fór þetta út í hótanir og að ég ætti að vera að hóta honum með einhverjum mönnum. Hann byrjaði að hóta mömmu minni,“ sagði Eva í samtali við mbl.is.

Eva kærði manninn til lögreglu árið 2014 en dró kæruna til baka vegna þess að systir hans sagði henni að hann væri kominn inn á geðdeild. „Ég hef verið í sambandi við systur hans og hún er búin að hjálpa mér allan tímann. Ég dró kæruna til baka af því hann var að fá hjálpina sem hann þurfti en svo kom hann út og hélt bara áfram.“

Að sögn Evu bjó maðurinn til fjölda falskra aðganga á samfélagsmiðlum til að halda áreitinu áfram eftir að hún hafði eytt honum. Hún segir hann hafa stofnað yfir 30 mismunandi aðganga á Snapchat auk þess sem hann notaði myndir af öðrum mönnum til að búa til nýja Facebook aðganga. Þó lét hann hana alltaf strax vita að þetta væri hann.

Lögregla hvetur brotaþola til að leita til sín

„En hvað getur lögreglan gert við svona veikan einstakling?“ spyr Eva. „Hann þarf að fá hjálp frá lækni og vera á lyfjum. Ég vona bara að hann fái hjálp. Ef hann fær hjálp þá fæ ég frið.“

Eva segir að í kjölfar þess að hún hafi deilt reynslu sinni hafi margir sent henni eigin reynslusögur og þakkað henni fyrir að hafa vakið athygli á þessu. „Það er greinilega mjög mikið um þetta en það er náttúrulega ekkert hægt að gera.“

Skjáskot


Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að í tilfellum sem þessum geti brotaþoli óskað eftir nálgunarbanni og að lögreglan geti auk þess farið fram á nálgunarbann að eigin frumkvæði. „Ef rökstuddur grunur er til staðar um ítrekuð brot þá er hægt að fara fram á gæsluvarðhald að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.“

Um þá staðreynd að brotaþolum í málum sem þessum finnist fá úrræði í boði segir hún: „Við höfum verið að taka á þessum málum. Í einhverjum tilvikum þar sem áreiti hefur staðið yfir í tiltekið tímabil og lögregla hefur lítið aðhafst þá kunna kannski að vera á því einhverjar skýringar en það þarf að skoða hvert mál sérstaklega. En við höfum þessi úrræði og við reynum að bregðast við þegar brotaþoli leitar til okkar og við viljum að brotaþoli leiti til okkar og því fyrr því betra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

14:11 Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn í kringum landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn. Bróðir Carlos slóst með í för en þeir komust hins vegar í hann krappann í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stóli Carlos brotnaði. Meira »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna í sakarkostnað. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel me
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel með farinn og vandaður. Verð 10 þús. eða tilboð. U...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...