Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki í 520 þúsund

Fjárheimild fæðingarorlofssjóðs er aukin um 739 til að mæta hækkun ...
Fjárheimild fæðingarorlofssjóðs er aukin um 739 til að mæta hækkun á hámarksgreiðslum

Fyrsta skrefið í áætlun um hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði verðru tekið um áramótin samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 sem lagt var fyrir Alþingi í gær. Stefnt er að því að breyta reglugerð þannig að mánaðarlegar hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki í 520 þúsund krónur á næsta ári en í dag er hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi 500 þúsund krónur. Hækkunin er í samræmi við áætlun í ríkisfjármálum sem miðast við að hámarksgreiðslurnar verði komnar í 600 þúsund krónur á mánuði árið 2020.  

Heildarfjárheimild til málaflokksins fæðingarorlof fyrir árið 2018 er áætluð rúmlega 11,5 milljarðar krónur og hækkar um rúman milljarð frá gildandi fjárlögum. 

Áhersla er lögð á að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðignarorlofssjóð til að styðja betur við barnafjölskyldur og draga úr tekjumissi fjölskyldna þegar foreldrar nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Verður það gert í áföngum fram til ársins 2020 þannig að hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi fari úr 500 þúsund krónum í 600 þúsund krónur. Fyrsti áfanginn tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar mánaðarleg hámarksgreiðsla hækkar í 520 þúsund krónur vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2018. 

Frumvarp lagt fram á vorþingi

Félags- og jafnréttismálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp á vorþingi 2018 þar sem síðari áfangar hækkunar fæðingarorlofs verða lögfestir. Er horft til þess að fólk hafi hag af því að sjá fyrir réttindi sín til fæðingarorlofs. Þannig geti fyrirliggjandi upplýsingar um hækkun hámarksgreiðslna orðið fólki hvati til frekari barneigna og einnig ýtt undir að foreldrar fullnýti rétt sinn til fæðingarorlofs. Nokkur misbrestur hefur verið á því á liðnum árum í kjölfar þess að greiðslur í fæðingarorlofi voru lækkaðar en það dró verulega úr töku fæðingarorlofs feðra. 

Stórt jafnréttismál

Hlutfall feðra sem tóku styttra fæðingarorlof en þrjá mánuði var á árunum 2004 - 2006 um 19%. Til samanburðar var þetta hlutfall komið í um 34% árið 2014 og benda gögn til þess að hlutfallið verði svipað fyrir árin 2015 og 2016. 

Félags- og jafnréttismálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp á vorþingi ...
Félags- og jafnréttismálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp á vorþingi 2018 þar sem síðari áfangar hækkunar fæðingarorlofs verða lögfestir Ljósmynd/Aðsend

„Það er í mínum huga stórt jafnréttismál að ná til feðranna þannig að þeir nýti vel rétt sinn til fæðingarorlofs og helst að fullu. Markmið laganna er að börnin geti notið samvista við foreldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns. Það er bæði mikilvægt að tryggja börnunum þennan rétt en þetta er líka mjög mikilvægt fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði,“ er haft eftir Þorsteini Víglundssyni félags- og jafnréttismálaráðherra í frétt á vef Velferðarráðuneytisins. 

Auknar fjárheimildir

Fjárheimild fæðingarorlofssjóðs er aukin um 739 milljónir króna til hækkunar á hámarksgreiðslu til foreldra í fæðingarorlofi en áætlað er að sjóðurinn fái jafnframt 453 milljónir, annars vegar til að mæta áhrifum kjarasamninga frá árinu 2015 og hins vegar vegna viðbótarútgjalda sem leiða af hækkun mótframlags í lífeyrissjóð í 11,5% frá miðju ári 2018. Þá er gert ráð fyrir að útgjöld sjóðsins verði lækkuð um 17.7 milljónir í samræmi við aðhaldsmarkmið sem ríkisstjórnin hefur sett í áætlun um fjármál.

mbl.is

Innlent »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Fnykur sagður „gjörsamlega ólíðandi“

05:30 „Það er ótækt að íbúar líði fyrir þann óþef sem frá þessari starfsemi stafar,“ segir í bókun hverfisráðs Grafarvogs sem lögð var fram á fundi borgarráðs í síðustu viku. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...