Fór logandi rafretta í salernið?

Ljósmynd/Víkurfréttir

Rannsókn er hafin á tildrögum þess að eldur kom upp í farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air í kvöld en svo virðist samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum að kviknað hafi í rafrettu og henni síðan kastað í salerni í þotunni án þess að láta áhöfnina vita.

Frétt mbl.is: Tilkynnt um eld í farþegaþotu

Farþegaþotan lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 20:00 en hún hafði nokkru áður lagt af stað þaðan til borgarinnar Wroclaw í Póllandi. Mikill viðbúnaður var og lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi. Hins vegar þurfti ekki á slökkvistarfi að halda um borð þegar á reyndi.

Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum á Íslandi eru komnir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til þess að veita farþegum farþegaþotunnar sálrænan stuðning.

Ljósmynd/Víkurfréttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert