Hækkun í 300 þúsund „stórkostlegt afrek“

Bjarni Benediktsson á hádegisfundinum.
Bjarni Benediktsson á hádegisfundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll það vera stórkostlegt afrek að geta hækkað greiðslur til ellilífeyrisþega í 300 þúsund krónur á mánuði.

Í því samhengi horfði hann til þess hve stutt er síðan fjármagnshöft voru við lýði hér á landi, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi haft hér mikil áhrif og að leita þurfti fjármagnsaðstoðar til útlanda. „Ég er stoltur af breytingunni sem felst í því að þetta sama fólk hafði einungis 225 þúsund fyrir tveimur árum. Þetta eru einhverjar mestu framfarir sem hafa orðið á þessu sviði en við erum ekki búin. Við ætlum að halda áfram á þessari braut," sagði Bjarni. 

44 milljarða afgangur ekki of mikið

Hann ræddi einnig um fjárlögin og sagði það sjónarmið vera „rangt“ að 44 milljarða heildarafgangur af fjárlögunum sé of mikið. „Ég held að heildarafgangur ríkisins sé eðlilegur miðað við hvar við erum stödd í hagsveiflunni."

Bjarni benti á að gæta þurfi vel að því að fjármagna og byggja upp innviði grunnþjónustunnar. Það starf sé „ofboðslega fjárfrekt“. Fylgjast þurfi með því að fjármagnið skili sér í jöfnu aðgengi allra landsmanna að grunnheilbrigðisþjónustu, auk þess mikið átak þurfi að gera í samgöngumálum sem að hans mati hafi orðið „dálítið útundan“, sem sé „alvarlegt mál.“

Hærri ráðstöfunartekjur

Bjarni ræddi nýútkomna skýrslu hagdeildar ASÍ þar sem kemur fram að skattbyrði launafólks á árunum 1998 til 2016 hefur aukist.

Frétt mbl.is: Skattbyrði aukist mest hjá tekjulægstu

„Skattbyrðin segir ákveðna sögu en hún segir ekki alla söguna um það hvernig fólk hefur það,“ sagði Bjarni, sem vildi frekar horfa á ráðstöfunartekjur einstaka tekjuhópa og hvernig þær hafa breyst. Hann benti á að ráðstöfunartekjur allra hópa hafi hækkað um um það bil þriðjung frá árinu 1998 til 2016. Skattprósentur hafi lækkað, bætur hækkað og lágmarkstekjutrygging hækkað verulega frá árinu 2013. Breytingarnar hafi orðið hlutfallslega meiri hjá tekjulægri hópunum.

„Það er vissulega hægt að komast að þeirri niðurstöðu að skattbyrði tekjuhópanna hefur vaxið en það breytir ekki þeirri staðreynd að fólk hefur mun meira á milli handanna árið 2016 en það gerði árið 1998.“

Valhöll.
Valhöll. mbl.is/RAX

Staðið við öll loforð

Bjarni talaði um bréf sem hann sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2013 og tók fram að flokkurinn hafi staðið við öll þau loforð sem komu þar fram, þrátt fyrir að hann heyri það enn í umræðunni að við þau hafi ekki verið staðið.

Í bréfinu er lögð áhersla þá að allir þeir sem eru komnir á efri ár njóti afraksturs erfiðisins. Meðal annars er sagt að kjaraskerðing ellilífeyrisþega frá árinu 2009 skuli afnumin.

Bjarni greindi frá því að í júlí 2013 hafi verið ákveðið að lífeyrissjóðstekjur hefðu ekki lengur áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga. Síðar hafi frítekjumark fjármagnstekjuskatts hækkað. Sagðist hann þó sjálfur hafa viljað ganga lengra í að lækka fjármagnstekjuskattinn.

„Það er hægt að taka hvern og einn af þessum liðum og rekja hann skref fyrir skref hvernig við kláruðum hvert einasta atriði.“

25% hækkun á þremur árum

Bjarni sýndi gestum í Valhöll glæru sem sýndi greiðslur til ellilífeyrisþega þar sem á stóð:

„Um næstu áramátt munu greiðslur til ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun ná 300 þúsund krónum á mánuði.

Árið 2015 var þessi sama greiðsla 225 þúsund krónur.

Á föstuverðlagi er þetta 25% hækkun á einungis þremur árum.

Ríkisstjórnin hefur sett í forgang að draga draga á ný úr skerðingu vegna atvinnutekna.“

Varðandi frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega sagði hann að ríkisstjórnin hafi einsett sér að markið verði 100 þúsund krónur á nýjan leik. Hann kvaðst samt vilja horfa fyrst til þeirra sem eru í mestri neyð varðandi frítekjumarkið.

Frétt mbl.is: Nýtt frítekjumark um áramótin

Öryggisnet en ekki réttindakerfi

Bjarni sagðist sammála kröfunni um að draga skuli úr skerðingu atvinnutekna en tók fram að um sé að ræða kröfu um breytingu fyrir þá sem geta unnið. Breytingin gagnist ekki þeim sem ekkert geta unnið.

Hann lagði jafnframt áherslu á að almannatryggingakerfið sé öryggisnet en ekki réttindakerfi. Lífeyriskerfið sé það aftur á móti.

Einnig nefndi Bjarni að nýtt greiðsluþátttökukerfi eigi að koma í veg fyrir að fólk sitji uppi með jafnvel milljóna reikninga vegna alvarlegra veikinda.

mbl.is

Innlent »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

Í gær, 19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Lögregla greindi frá á tíunda tímanum að Guðmundur væri fundinn. Meira »
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
Suzuki Grand Vitara árgerð 2006
Eldsneyti / Vél Bensín Akstur 190 þús km 4 strokkar 1.995 cc. Innspýtin...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...