Hækkun í 300 þúsund „stórkostlegt afrek“

Bjarni Benediktsson á hádegisfundinum.
Bjarni Benediktsson á hádegisfundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll það vera stórkostlegt afrek að geta hækkað greiðslur til ellilífeyrisþega í 300 þúsund krónur á mánuði.

Í því samhengi horfði hann til þess hve stutt er síðan fjármagnshöft voru við lýði hér á landi, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi haft hér mikil áhrif og að leita þurfti fjármagnsaðstoðar til útlanda. „Ég er stoltur af breytingunni sem felst í því að þetta sama fólk hafði einungis 225 þúsund fyrir tveimur árum. Þetta eru einhverjar mestu framfarir sem hafa orðið á þessu sviði en við erum ekki búin. Við ætlum að halda áfram á þessari braut," sagði Bjarni. 

44 milljarða afgangur ekki of mikið

Hann ræddi einnig um fjárlögin og sagði það sjónarmið vera „rangt“ að 44 milljarða heildarafgangur af fjárlögunum sé of mikið. „Ég held að heildarafgangur ríkisins sé eðlilegur miðað við hvar við erum stödd í hagsveiflunni."

Bjarni benti á að gæta þurfi vel að því að fjármagna og byggja upp innviði grunnþjónustunnar. Það starf sé „ofboðslega fjárfrekt“. Fylgjast þurfi með því að fjármagnið skili sér í jöfnu aðgengi allra landsmanna að grunnheilbrigðisþjónustu, auk þess mikið átak þurfi að gera í samgöngumálum sem að hans mati hafi orðið „dálítið útundan“, sem sé „alvarlegt mál.“

Hærri ráðstöfunartekjur

Bjarni ræddi nýútkomna skýrslu hagdeildar ASÍ þar sem kemur fram að skattbyrði launafólks á árunum 1998 til 2016 hefur aukist.

„Skattbyrðin segir ákveðna sögu en hún segir ekki alla söguna um það hvernig fólk hefur það,“ sagði Bjarni, sem vildi frekar horfa á ráðstöfunartekjur einstaka tekjuhópa og hvernig þær hafa breyst. Hann benti á að ráðstöfunartekjur allra hópa hafi hækkað um um það bil þriðjung frá árinu 1998 til 2016. Skattprósentur hafi lækkað, bætur hækkað og lágmarkstekjutrygging hækkað verulega frá árinu 2013. Breytingarnar hafi orðið hlutfallslega meiri hjá tekjulægri hópunum.

„Það er vissulega hægt að komast að þeirri niðurstöðu að skattbyrði tekjuhópanna hefur vaxið en það breytir ekki þeirri staðreynd að fólk hefur mun meira á milli handanna árið 2016 en það gerði árið 1998.“

Valhöll.
Valhöll. mbl.is/RAX

Staðið við öll loforð

Bjarni talaði um bréf sem hann sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2013 og tók fram að flokkurinn hafi staðið við öll þau loforð sem komu þar fram, þrátt fyrir að hann heyri það enn í umræðunni að við þau hafi ekki verið staðið.

Í bréfinu er lögð áhersla þá að allir þeir sem eru komnir á efri ár njóti afraksturs erfiðisins. Meðal annars er sagt að kjaraskerðing ellilífeyrisþega frá árinu 2009 skuli afnumin.

Bjarni greindi frá því að í júlí 2013 hafi verið ákveðið að lífeyrissjóðstekjur hefðu ekki lengur áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga. Síðar hafi frítekjumark fjármagnstekjuskatts hækkað. Sagðist hann þó sjálfur hafa viljað ganga lengra í að lækka fjármagnstekjuskattinn.

„Það er hægt að taka hvern og einn af þessum liðum og rekja hann skref fyrir skref hvernig við kláruðum hvert einasta atriði.“

25% hækkun á þremur árum

Bjarni sýndi gestum í Valhöll glæru sem sýndi greiðslur til ellilífeyrisþega þar sem á stóð:

„Um næstu áramátt munu greiðslur til ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun ná 300 þúsund krónum á mánuði.

Árið 2015 var þessi sama greiðsla 225 þúsund krónur.

Á föstuverðlagi er þetta 25% hækkun á einungis þremur árum.

Ríkisstjórnin hefur sett í forgang að draga draga á ný úr skerðingu vegna atvinnutekna.“

Varðandi frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega sagði hann að ríkisstjórnin hafi einsett sér að markið verði 100 þúsund krónur á nýjan leik. Hann kvaðst samt vilja horfa fyrst til þeirra sem eru í mestri neyð varðandi frítekjumarkið.

Öryggisnet en ekki réttindakerfi

Bjarni sagðist sammála kröfunni um að draga skuli úr skerðingu atvinnutekna en tók fram að um sé að ræða kröfu um breytingu fyrir þá sem geta unnið. Breytingin gagnist ekki þeim sem ekkert geta unnið.

Hann lagði jafnframt áherslu á að almannatryggingakerfið sé öryggisnet en ekki réttindakerfi. Lífeyriskerfið sé það aftur á móti.

Einnig nefndi Bjarni að nýtt greiðsluþátttökukerfi eigi að koma í veg fyrir að fólk sitji uppi með jafnvel milljóna reikninga vegna alvarlegra veikinda.

mbl.is

Innlent »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á vernandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörði heiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

14:07 Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter 316 CDI 4X4 àrg. 2016. Ekinn 11 þús km. Hátt og lágt drif...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...