Hækkun í 300 þúsund „stórkostlegt afrek“

Bjarni Benediktsson á hádegisfundinum.
Bjarni Benediktsson á hádegisfundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll það vera stórkostlegt afrek að geta hækkað greiðslur til ellilífeyrisþega í 300 þúsund krónur á mánuði.

Í því samhengi horfði hann til þess hve stutt er síðan fjármagnshöft voru við lýði hér á landi, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi haft hér mikil áhrif og að leita þurfti fjármagnsaðstoðar til útlanda. „Ég er stoltur af breytingunni sem felst í því að þetta sama fólk hafði einungis 225 þúsund fyrir tveimur árum. Þetta eru einhverjar mestu framfarir sem hafa orðið á þessu sviði en við erum ekki búin. Við ætlum að halda áfram á þessari braut," sagði Bjarni. 

44 milljarða afgangur ekki of mikið

Hann ræddi einnig um fjárlögin og sagði það sjónarmið vera „rangt“ að 44 milljarða heildarafgangur af fjárlögunum sé of mikið. „Ég held að heildarafgangur ríkisins sé eðlilegur miðað við hvar við erum stödd í hagsveiflunni."

Bjarni benti á að gæta þurfi vel að því að fjármagna og byggja upp innviði grunnþjónustunnar. Það starf sé „ofboðslega fjárfrekt“. Fylgjast þurfi með því að fjármagnið skili sér í jöfnu aðgengi allra landsmanna að grunnheilbrigðisþjónustu, auk þess mikið átak þurfi að gera í samgöngumálum sem að hans mati hafi orðið „dálítið útundan“, sem sé „alvarlegt mál.“

Hærri ráðstöfunartekjur

Bjarni ræddi nýútkomna skýrslu hagdeildar ASÍ þar sem kemur fram að skattbyrði launafólks á árunum 1998 til 2016 hefur aukist.

Frétt mbl.is: Skattbyrði aukist mest hjá tekjulægstu

„Skattbyrðin segir ákveðna sögu en hún segir ekki alla söguna um það hvernig fólk hefur það,“ sagði Bjarni, sem vildi frekar horfa á ráðstöfunartekjur einstaka tekjuhópa og hvernig þær hafa breyst. Hann benti á að ráðstöfunartekjur allra hópa hafi hækkað um um það bil þriðjung frá árinu 1998 til 2016. Skattprósentur hafi lækkað, bætur hækkað og lágmarkstekjutrygging hækkað verulega frá árinu 2013. Breytingarnar hafi orðið hlutfallslega meiri hjá tekjulægri hópunum.

„Það er vissulega hægt að komast að þeirri niðurstöðu að skattbyrði tekjuhópanna hefur vaxið en það breytir ekki þeirri staðreynd að fólk hefur mun meira á milli handanna árið 2016 en það gerði árið 1998.“

Valhöll.
Valhöll. mbl.is/RAX

Staðið við öll loforð

Bjarni talaði um bréf sem hann sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2013 og tók fram að flokkurinn hafi staðið við öll þau loforð sem komu þar fram, þrátt fyrir að hann heyri það enn í umræðunni að við þau hafi ekki verið staðið.

Í bréfinu er lögð áhersla þá að allir þeir sem eru komnir á efri ár njóti afraksturs erfiðisins. Meðal annars er sagt að kjaraskerðing ellilífeyrisþega frá árinu 2009 skuli afnumin.

Bjarni greindi frá því að í júlí 2013 hafi verið ákveðið að lífeyrissjóðstekjur hefðu ekki lengur áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga. Síðar hafi frítekjumark fjármagnstekjuskatts hækkað. Sagðist hann þó sjálfur hafa viljað ganga lengra í að lækka fjármagnstekjuskattinn.

„Það er hægt að taka hvern og einn af þessum liðum og rekja hann skref fyrir skref hvernig við kláruðum hvert einasta atriði.“

25% hækkun á þremur árum

Bjarni sýndi gestum í Valhöll glæru sem sýndi greiðslur til ellilífeyrisþega þar sem á stóð:

„Um næstu áramátt munu greiðslur til ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun ná 300 þúsund krónum á mánuði.

Árið 2015 var þessi sama greiðsla 225 þúsund krónur.

Á föstuverðlagi er þetta 25% hækkun á einungis þremur árum.

Ríkisstjórnin hefur sett í forgang að draga draga á ný úr skerðingu vegna atvinnutekna.“

Varðandi frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega sagði hann að ríkisstjórnin hafi einsett sér að markið verði 100 þúsund krónur á nýjan leik. Hann kvaðst samt vilja horfa fyrst til þeirra sem eru í mestri neyð varðandi frítekjumarkið.

Frétt mbl.is: Nýtt frítekjumark um áramótin

Öryggisnet en ekki réttindakerfi

Bjarni sagðist sammála kröfunni um að draga skuli úr skerðingu atvinnutekna en tók fram að um sé að ræða kröfu um breytingu fyrir þá sem geta unnið. Breytingin gagnist ekki þeim sem ekkert geta unnið.

Hann lagði jafnframt áherslu á að almannatryggingakerfið sé öryggisnet en ekki réttindakerfi. Lífeyriskerfið sé það aftur á móti.

Einnig nefndi Bjarni að nýtt greiðsluþátttökukerfi eigi að koma í veg fyrir að fólk sitji uppi með jafnvel milljóna reikninga vegna alvarlegra veikinda.

mbl.is

Innlent »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna kostnað sem hlaust af málaferlunum. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »
Krossgátublaðið Frístund
Nýtt hefti á sölustöðum. www.fristund.net...
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...