Hækkun í 300 þúsund „stórkostlegt afrek“

Bjarni Benediktsson á hádegisfundinum.
Bjarni Benediktsson á hádegisfundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll það vera stórkostlegt afrek að geta hækkað greiðslur til ellilífeyrisþega í 300 þúsund krónur á mánuði.

Í því samhengi horfði hann til þess hve stutt er síðan fjármagnshöft voru við lýði hér á landi, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi haft hér mikil áhrif og að leita þurfti fjármagnsaðstoðar til útlanda. „Ég er stoltur af breytingunni sem felst í því að þetta sama fólk hafði einungis 225 þúsund fyrir tveimur árum. Þetta eru einhverjar mestu framfarir sem hafa orðið á þessu sviði en við erum ekki búin. Við ætlum að halda áfram á þessari braut," sagði Bjarni. 

44 milljarða afgangur ekki of mikið

Hann ræddi einnig um fjárlögin og sagði það sjónarmið vera „rangt“ að 44 milljarða heildarafgangur af fjárlögunum sé of mikið. „Ég held að heildarafgangur ríkisins sé eðlilegur miðað við hvar við erum stödd í hagsveiflunni."

Bjarni benti á að gæta þurfi vel að því að fjármagna og byggja upp innviði grunnþjónustunnar. Það starf sé „ofboðslega fjárfrekt“. Fylgjast þurfi með því að fjármagnið skili sér í jöfnu aðgengi allra landsmanna að grunnheilbrigðisþjónustu, auk þess mikið átak þurfi að gera í samgöngumálum sem að hans mati hafi orðið „dálítið útundan“, sem sé „alvarlegt mál.“

Hærri ráðstöfunartekjur

Bjarni ræddi nýútkomna skýrslu hagdeildar ASÍ þar sem kemur fram að skattbyrði launafólks á árunum 1998 til 2016 hefur aukist.

Frétt mbl.is: Skattbyrði aukist mest hjá tekjulægstu

„Skattbyrðin segir ákveðna sögu en hún segir ekki alla söguna um það hvernig fólk hefur það,“ sagði Bjarni, sem vildi frekar horfa á ráðstöfunartekjur einstaka tekjuhópa og hvernig þær hafa breyst. Hann benti á að ráðstöfunartekjur allra hópa hafi hækkað um um það bil þriðjung frá árinu 1998 til 2016. Skattprósentur hafi lækkað, bætur hækkað og lágmarkstekjutrygging hækkað verulega frá árinu 2013. Breytingarnar hafi orðið hlutfallslega meiri hjá tekjulægri hópunum.

„Það er vissulega hægt að komast að þeirri niðurstöðu að skattbyrði tekjuhópanna hefur vaxið en það breytir ekki þeirri staðreynd að fólk hefur mun meira á milli handanna árið 2016 en það gerði árið 1998.“

Valhöll.
Valhöll. mbl.is/RAX

Staðið við öll loforð

Bjarni talaði um bréf sem hann sendi frá sér fyrir kosningarnar árið 2013 og tók fram að flokkurinn hafi staðið við öll þau loforð sem komu þar fram, þrátt fyrir að hann heyri það enn í umræðunni að við þau hafi ekki verið staðið.

Í bréfinu er lögð áhersla þá að allir þeir sem eru komnir á efri ár njóti afraksturs erfiðisins. Meðal annars er sagt að kjaraskerðing ellilífeyrisþega frá árinu 2009 skuli afnumin.

Bjarni greindi frá því að í júlí 2013 hafi verið ákveðið að lífeyrissjóðstekjur hefðu ekki lengur áhrif á grunnlífeyri almannatrygginga. Síðar hafi frítekjumark fjármagnstekjuskatts hækkað. Sagðist hann þó sjálfur hafa viljað ganga lengra í að lækka fjármagnstekjuskattinn.

„Það er hægt að taka hvern og einn af þessum liðum og rekja hann skref fyrir skref hvernig við kláruðum hvert einasta atriði.“

25% hækkun á þremur árum

Bjarni sýndi gestum í Valhöll glæru sem sýndi greiðslur til ellilífeyrisþega þar sem á stóð:

„Um næstu áramátt munu greiðslur til ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun ná 300 þúsund krónum á mánuði.

Árið 2015 var þessi sama greiðsla 225 þúsund krónur.

Á föstuverðlagi er þetta 25% hækkun á einungis þremur árum.

Ríkisstjórnin hefur sett í forgang að draga draga á ný úr skerðingu vegna atvinnutekna.“

Varðandi frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega sagði hann að ríkisstjórnin hafi einsett sér að markið verði 100 þúsund krónur á nýjan leik. Hann kvaðst samt vilja horfa fyrst til þeirra sem eru í mestri neyð varðandi frítekjumarkið.

Frétt mbl.is: Nýtt frítekjumark um áramótin

Öryggisnet en ekki réttindakerfi

Bjarni sagðist sammála kröfunni um að draga skuli úr skerðingu atvinnutekna en tók fram að um sé að ræða kröfu um breytingu fyrir þá sem geta unnið. Breytingin gagnist ekki þeim sem ekkert geta unnið.

Hann lagði jafnframt áherslu á að almannatryggingakerfið sé öryggisnet en ekki réttindakerfi. Lífeyriskerfið sé það aftur á móti.

Einnig nefndi Bjarni að nýtt greiðsluþátttökukerfi eigi að koma í veg fyrir að fólk sitji uppi með jafnvel milljóna reikninga vegna alvarlegra veikinda.

mbl.is

Innlent »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Vænlegt er til árangurs ef í 1.-2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í NA-kjördæminu er frambjóðandi frá Akureyri.   Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...