Íslendingar sóttu á sólarstrendur

Frá baðströnd á Spáni.
Frá baðströnd á Spáni. mbl.is/Brynjar Gauti

Sólarstrendur nutu mikilla vinsælda hjá Íslendingum í sumar. Margir lögðu leið sína til Spánar og voru áfangastaðirnir Playa de las Americas, Barcelona, Benidorm og Alicante hvað vinsælastir.

Þetta kemur fram í greiningu bókunarvefsins Dohop.is sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Armina Ilea, greinandi hjá fyrirtækinu, ekki ósennilegt að lækkað verð á ferðum til þessara staða skýri aukna eftirspurn.

Almennt hafi áfangastaðir sem ódýrt er að fara til verið vinsælir. London hafi verið í efsta sæti. Til samanburðar hafi Íslendingar sýnt meiri áhuga á borgarferðum í fyrrasumar. Þá benda gögn Dohop til að eftirspurn eftir ferðum til Bandaríkjanna hafi verið minni í sumar en í fyrrasumar. Eftirspurnin hafi minnkað þrátt fyrir meira framboð á ódýru flugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert