„Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okkur hættir til að reikna með því að núverandi ástand vari um alla framtíð, þó að reynslan kenni okkur að það er einmitt ekki svo,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar, í ræðu sinni í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.

„Hvernig verður staðan eftir 30 ár eða 50 ár? Vandi er um slíkt að spá, og það eina sem við vitum er að slíkir spádómar verða í mörgum atriðum rangir. Sem stjórnmálamenn eigum við samt ekki að vera rög við að velta framtíðinni fyrir okkur,“ sagði Benedikt.

Ber að þakka fyrir EES að mati ráðherra

Vakti hann einkum máls á Evrópusambandinu og þátttöku Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu.

„Fyrir réttum 25 árum ræddu alþingismenn það hvort Ísland ætti að slást í för með öðrum ríkjum Vestur-Evrópu með inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið. Sitt sýndist hverjum, en nú eru flestir sammála um að það við eigum þeim framsýnu alþingismönnum mikið að þakka sem samþykktu aðild Íslands að fjórfrelsinu og sameiginlegri löggjöf Evrópusambandsins á flestum sviðum,“ sagði Benedikt.

Ali ekki á hatri og fordómum

„Við Íslendingar höfum að mörgu leyti verið frjálslynd og opin, þó svo að það hafi ekki alltaf verið svo. Fyrir aldarþriðjungi hrökkluðust landar okkar úr landi vegna kynhneigðar sem var fordæmd. Nú flykkist stór hluti þjóðarinnar á vettvang þegar hinsegin fólk heldur sína gleðigöngu og allir gleðjast með,“ sagði Benedikt.

Þá fagnaði Benedikt því að hér á landi hafi ekki skotið upp kollinum stjórnmálaflokkar sem ali á hatri og fordómum líkt og gerst hafi í mörgum öðrum löndum. „Við Íslendingar höfum að mestu verið laus við slíka hópa og þeir hafa enn sem komið er ekki náð neinni fótfestu. En þegar við lítum til Bandaríkjanna, kyndilbera lýðræðisins í heiminum stærstan hluta 20. aldarinnar, þá sjáum við hvað hefur gerst og það gæti líka gerst hér.“

Sér fyrir sér sameiningu sveitafélaga

Vék Benedikt næst máli sínu að sveitastjórnarmálum. Sveitarfélög væru nú yfir 70 talsins hér á landi, sum þeirra agnarsmá, sem hafi sömu skyldur og höfuðborgin og önnur stærri sveitarfélög.

„Við hljótum að sjá miklu stærri heildir verði að verða að veruleika. Ég sé fyrir mér að Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög þar sem horft verði á hagsmuni allra íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt.

Kostir og gallar tækninnar

„Við keppumst við að koma í veg fyrir annað hrun, en næsta bankakreppa verður eflaust ekki eins og sú síðasta,“ sagði þá Benedikt er hann vék máli sínu að áhrifum tækninnar sem nú gæti í auknum mæli.

„Tæknin getur hjálpað okkur, en hún getur líka steypt okkur í glötun. Veikleikinn verður alltaf mannlegi þátturinn þar sem freistingar eru margar og ágirnd þeirra sem eiga miklu meira en nóg er taumlaus. Hér megum við í þessum sal ekki sofna á verðinum,“ sagði hann.

Ítrekaði Benedikt jafnframt mikilvægi þess að Íslendingar leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar sem meðal annars megi stuðla að með minni notkun mengandi orkugjafa. „Við megum ekki hugsa um skammtímahagsmuni og þaðan af síður megum við stinga höfðinu í sandinn og afneita vísindunum sem lýsa loftslagsbreytingunum og orsökum þeirra.“

Skattgreiðendur viti í hvað peningarnir fara

Vakti Benedikt jafnframt athygli á vefnum opnirreikningar.is sem opnaði í vikunni þar sem birtir hafa verið reikningar ráðuneytanna. „Með því að fara inn á þann vef geta allir sem vilja séð í hvað skattpeningarnir fara. Einhverjum stjórnmálamönnum kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara,“ sagði Benedikt.

„Fegurðin er í frelsinu,“ sagði Benedikt er hann varpaði ljósi á stefnu flokks síns og þau áhersuatriði sem hann vill ná fram í ríkisstjórn. Mörgum kunni að finnast hægt hafa gengið í þeim efnum og hvatti Benedikt til þolinmæð.

„Hin efnahagslega viðreisn hefur gengið vel eftir hrun og þar hafa stjórnmálamenn í mörgum flokkum lagt hönd á plóg. Samfélagslegu viðreisninni er ekki lokið, en hún tekst með heilindum, virðingu og gagnkvæmu trausti,“ sagði Benedikt að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »
Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...