„Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okkur hættir til að reikna með því að núverandi ástand vari um alla framtíð, þó að reynslan kenni okkur að það er einmitt ekki svo,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar, í ræðu sinni í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.

„Hvernig verður staðan eftir 30 ár eða 50 ár? Vandi er um slíkt að spá, og það eina sem við vitum er að slíkir spádómar verða í mörgum atriðum rangir. Sem stjórnmálamenn eigum við samt ekki að vera rög við að velta framtíðinni fyrir okkur,“ sagði Benedikt.

Ber að þakka fyrir EES að mati ráðherra

Vakti hann einkum máls á Evrópusambandinu og þátttöku Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu.

„Fyrir réttum 25 árum ræddu alþingismenn það hvort Ísland ætti að slást í för með öðrum ríkjum Vestur-Evrópu með inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið. Sitt sýndist hverjum, en nú eru flestir sammála um að það við eigum þeim framsýnu alþingismönnum mikið að þakka sem samþykktu aðild Íslands að fjórfrelsinu og sameiginlegri löggjöf Evrópusambandsins á flestum sviðum,“ sagði Benedikt.

Ali ekki á hatri og fordómum

„Við Íslendingar höfum að mörgu leyti verið frjálslynd og opin, þó svo að það hafi ekki alltaf verið svo. Fyrir aldarþriðjungi hrökkluðust landar okkar úr landi vegna kynhneigðar sem var fordæmd. Nú flykkist stór hluti þjóðarinnar á vettvang þegar hinsegin fólk heldur sína gleðigöngu og allir gleðjast með,“ sagði Benedikt.

Þá fagnaði Benedikt því að hér á landi hafi ekki skotið upp kollinum stjórnmálaflokkar sem ali á hatri og fordómum líkt og gerst hafi í mörgum öðrum löndum. „Við Íslendingar höfum að mestu verið laus við slíka hópa og þeir hafa enn sem komið er ekki náð neinni fótfestu. En þegar við lítum til Bandaríkjanna, kyndilbera lýðræðisins í heiminum stærstan hluta 20. aldarinnar, þá sjáum við hvað hefur gerst og það gæti líka gerst hér.“

Sér fyrir sér sameiningu sveitafélaga

Vék Benedikt næst máli sínu að sveitastjórnarmálum. Sveitarfélög væru nú yfir 70 talsins hér á landi, sum þeirra agnarsmá, sem hafi sömu skyldur og höfuðborgin og önnur stærri sveitarfélög.

„Við hljótum að sjá miklu stærri heildir verði að verða að veruleika. Ég sé fyrir mér að Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög þar sem horft verði á hagsmuni allra íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt.

Kostir og gallar tækninnar

„Við keppumst við að koma í veg fyrir annað hrun, en næsta bankakreppa verður eflaust ekki eins og sú síðasta,“ sagði þá Benedikt er hann vék máli sínu að áhrifum tækninnar sem nú gæti í auknum mæli.

„Tæknin getur hjálpað okkur, en hún getur líka steypt okkur í glötun. Veikleikinn verður alltaf mannlegi þátturinn þar sem freistingar eru margar og ágirnd þeirra sem eiga miklu meira en nóg er taumlaus. Hér megum við í þessum sal ekki sofna á verðinum,“ sagði hann.

Ítrekaði Benedikt jafnframt mikilvægi þess að Íslendingar leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar sem meðal annars megi stuðla að með minni notkun mengandi orkugjafa. „Við megum ekki hugsa um skammtímahagsmuni og þaðan af síður megum við stinga höfðinu í sandinn og afneita vísindunum sem lýsa loftslagsbreytingunum og orsökum þeirra.“

Skattgreiðendur viti í hvað peningarnir fara

Vakti Benedikt jafnframt athygli á vefnum opnirreikningar.is sem opnaði í vikunni þar sem birtir hafa verið reikningar ráðuneytanna. „Með því að fara inn á þann vef geta allir sem vilja séð í hvað skattpeningarnir fara. Einhverjum stjórnmálamönnum kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara,“ sagði Benedikt.

„Fegurðin er í frelsinu,“ sagði Benedikt er hann varpaði ljósi á stefnu flokks síns og þau áhersuatriði sem hann vill ná fram í ríkisstjórn. Mörgum kunni að finnast hægt hafa gengið í þeim efnum og hvatti Benedikt til þolinmæð.

„Hin efnahagslega viðreisn hefur gengið vel eftir hrun og þar hafa stjórnmálamenn í mörgum flokkum lagt hönd á plóg. Samfélagslegu viðreisninni er ekki lokið, en hún tekst með heilindum, virðingu og gagnkvæmu trausti,“ sagði Benedikt að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á vernandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörði heiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

14:07 Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...