„Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög“

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okkur hættir til að reikna með því að núverandi ástand vari um alla framtíð, þó að reynslan kenni okkur að það er einmitt ekki svo,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar, í ræðu sinni í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.

„Hvernig verður staðan eftir 30 ár eða 50 ár? Vandi er um slíkt að spá, og það eina sem við vitum er að slíkir spádómar verða í mörgum atriðum rangir. Sem stjórnmálamenn eigum við samt ekki að vera rög við að velta framtíðinni fyrir okkur,“ sagði Benedikt.

Ber að þakka fyrir EES að mati ráðherra

Vakti hann einkum máls á Evrópusambandinu og þátttöku Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu.

„Fyrir réttum 25 árum ræddu alþingismenn það hvort Ísland ætti að slást í för með öðrum ríkjum Vestur-Evrópu með inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið. Sitt sýndist hverjum, en nú eru flestir sammála um að það við eigum þeim framsýnu alþingismönnum mikið að þakka sem samþykktu aðild Íslands að fjórfrelsinu og sameiginlegri löggjöf Evrópusambandsins á flestum sviðum,“ sagði Benedikt.

Ali ekki á hatri og fordómum

„Við Íslendingar höfum að mörgu leyti verið frjálslynd og opin, þó svo að það hafi ekki alltaf verið svo. Fyrir aldarþriðjungi hrökkluðust landar okkar úr landi vegna kynhneigðar sem var fordæmd. Nú flykkist stór hluti þjóðarinnar á vettvang þegar hinsegin fólk heldur sína gleðigöngu og allir gleðjast með,“ sagði Benedikt.

Þá fagnaði Benedikt því að hér á landi hafi ekki skotið upp kollinum stjórnmálaflokkar sem ali á hatri og fordómum líkt og gerst hafi í mörgum öðrum löndum. „Við Íslendingar höfum að mestu verið laus við slíka hópa og þeir hafa enn sem komið er ekki náð neinni fótfestu. En þegar við lítum til Bandaríkjanna, kyndilbera lýðræðisins í heiminum stærstan hluta 20. aldarinnar, þá sjáum við hvað hefur gerst og það gæti líka gerst hér.“

Sér fyrir sér sameiningu sveitafélaga

Vék Benedikt næst máli sínu að sveitastjórnarmálum. Sveitarfélög væru nú yfir 70 talsins hér á landi, sum þeirra agnarsmá, sem hafi sömu skyldur og höfuðborgin og önnur stærri sveitarfélög.

„Við hljótum að sjá miklu stærri heildir verði að verða að veruleika. Ég sé fyrir mér að Austurland, Vestfirðir og Suðurnes verði sterk sveitarfélög þar sem horft verði á hagsmuni allra íbúa við stjórnun,“ sagði Benedikt.

Kostir og gallar tækninnar

„Við keppumst við að koma í veg fyrir annað hrun, en næsta bankakreppa verður eflaust ekki eins og sú síðasta,“ sagði þá Benedikt er hann vék máli sínu að áhrifum tækninnar sem nú gæti í auknum mæli.

„Tæknin getur hjálpað okkur, en hún getur líka steypt okkur í glötun. Veikleikinn verður alltaf mannlegi þátturinn þar sem freistingar eru margar og ágirnd þeirra sem eiga miklu meira en nóg er taumlaus. Hér megum við í þessum sal ekki sofna á verðinum,“ sagði hann.

Ítrekaði Benedikt jafnframt mikilvægi þess að Íslendingar leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar sem meðal annars megi stuðla að með minni notkun mengandi orkugjafa. „Við megum ekki hugsa um skammtímahagsmuni og þaðan af síður megum við stinga höfðinu í sandinn og afneita vísindunum sem lýsa loftslagsbreytingunum og orsökum þeirra.“

Skattgreiðendur viti í hvað peningarnir fara

Vakti Benedikt jafnframt athygli á vefnum opnirreikningar.is sem opnaði í vikunni þar sem birtir hafa verið reikningar ráðuneytanna. „Með því að fara inn á þann vef geta allir sem vilja séð í hvað skattpeningarnir fara. Einhverjum stjórnmálamönnum kann að þykja þetta óþægilegt, en skattgreiðendur eiga heimtingu á að vita í hvað peningar þeirra fara,“ sagði Benedikt.

„Fegurðin er í frelsinu,“ sagði Benedikt er hann varpaði ljósi á stefnu flokks síns og þau áhersuatriði sem hann vill ná fram í ríkisstjórn. Mörgum kunni að finnast hægt hafa gengið í þeim efnum og hvatti Benedikt til þolinmæð.

„Hin efnahagslega viðreisn hefur gengið vel eftir hrun og þar hafa stjórnmálamenn í mörgum flokkum lagt hönd á plóg. Samfélagslegu viðreisninni er ekki lokið, en hún tekst með heilindum, virðingu og gagnkvæmu trausti,“ sagði Benedikt að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslandsdvölin tók óvænta stefnu

14:11 Spánverjinn Carlos Sanchis Collado hefur frá því í byrjun september ferðast hringinn í kringum landið í hjólastól sem er bæði handknúinn og rafmagnsknúinn. Bróðir Carlos slóst með í för en þeir komust hins vegar í hann krappann í Skaftafelli í vikunni þar sem framhjól á stóli Carlos brotnaði með þeim afleiðingum að stóllinn fór í tvennt. Meira »

Barði móður sína með hillubút

14:00 28 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás á móður sína. Árásin var framin á heimili hennar og hlaut hún umtalsverða áverka af. Hann var dæmdur til greiða móður sinni 800 þúsund krónur í miskabætur auk um 560 þúsund króna kostnað sem hlaust af málaferlunum. Meira »

Telur ekki tilefni til athugunar

13:18 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki tilefni til þess að embætti hans taki embættisfærslur ráðherra í tengslum við að dómsmálaráðherra tjáði forsætisráðherra að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir einstakling sem sótti um uppreist æru, til athugunar að eigin frumkvæði. Meira »

Mikill og útbreiddur misskilningur

12:14 Utanríkisráðherra boðaði sendiherra erlendra ríkja á Íslandi á sinn fund í utanríkisráðuneytinu í dag og upplýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórnmálum hér á landi. „Við höfum orðið vör við mikinn og útbreiddan misskilning hjá alþjóðlegum fjölmiðlum um tildrög stjórnarslitanna.“ Meira »

„Þá fallast manni hendur“

11:50 „Stjórnmálin hafa um margra ára skeið skort tiltrú meðal almennings. Við stjórnmálamenn verðum að líta í eigin barm og gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta það traust sem verður að ríkja til að lýðræðið þrífist. Hér er ég ekki að tala um stuðning við tiltekna stefnu, heldur almennt traust á að þrátt fyrir ólíkar skoðanir sé unnið heiðarlega.“ Meira »

Undir trénu Óskarsframlag Íslands

11:34 Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meira »

Margrét ráðin til Geðhjálpar

11:10 Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin sem kynninga– og viðburðarstjóri hjá landssamtökunum Geðhjálp.  Meira »

Vængur rakst í skrokk vélarinnar

11:18 Tildrög flugslyss sem varð þegar tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum vestan við Langjökul 5. september eru nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Vængur á annarri flugvélinni fór í skrokkinn á hinni flugvélinni,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði RNSA, í samtali við mbl.is. Meira »

Skúrinn of hár fyrir brúna

10:48 Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.  Meira »

Flokkurinn hefur aldrei óttast kjósendur

10:47 „Viðbrögð samstarfsflokka okkar við meintum trúnaðarbresti, sem var að vísu enginn í huga annars flokksformannsins og tók nokkra daga að verða til í huga hins, voru fráleit og ábyrgðarlaus gagnvart fólkinu í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til flokksmanna sinna. Meira »

Verður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...