Stjörnuver rís við Perluna

Sýningin í Perlunni byggist á verkum íslenskra listamanna
Sýningin í Perlunni byggist á verkum íslenskra listamanna

Borgarráð hefur samþykkt að heimila viðbyggingu norðan við Perluna sem hýsa mun stjörnuver nýrrar náttúrusýningar í húsinu. Áætlaður grunnflötur viðbyggingar er 850 fermetrar og frumkostnaðaráætlun 350 milljónir króna.

Stefnt er að því að nýtt hátæknivætt stjörnuver verði opnað haustið 2018. Bygging stjörnuversins verður fjármögnuð af Reykjavíkurborg enda viðbygging við núverandi eign. Eignarhaldsfélagið Perla norðursins ehf. mun fjármagna búnað og lausafé tengt stjörnuverinu og nemur áætlun þeirrar fjárfestingar 310 milljónum króna.

Stjörnuverið verður með 360 gráða „allt-umlykjandi upplifun“ með öflugu hljóðkerfi og mestu myndgæðum sem í boði eru á heimsvísu í dag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert