Þarf fleiri reiðnámskeið fyrir fatlaða

Forseti Íslands kynnti sér reiðnámskeið fyrir fatlaða hjá hestamannafélaginu Herði.
Forseti Íslands kynnti sér reiðnámskeið fyrir fatlaða hjá hestamannafélaginu Herði. Ljósmynd/Aðsend

„Við köllum eftir því að fleiri hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu bjóði upp á reiðnámskeið fyrir fatlað fólk. Við náum því miður ekki að anna eftirspurninni og biðlistarnir eru mjög langir,“ segir Oddrún Sigurðardóttir, stjórnarmaður í hestamannafélaginu Herði, þroskaþjálfi og reiðkennari. Hestamannafélagið Hörður var með kynningarfund á starfsemi reiðskólans fyrir fatlað fólk í vikunni og var forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heiðursgestur fundarins.

Hestamannafélagið Hörður hefur um nokkurt skeið boðið upp á reiðnámskeið fyrir fatlað fólk, aðallega börn, en þó einnig fyrir fullorðna. Hestamannafélagið Hörður er fyrsta félagið á Íslandi sem býður upp á slík námskeið. Námskeiðin byrjuðu árið 2010 í samstarfi við Hestamennt, reiðskóla Berglindar Ingu Árnadóttur. Námskeiðin eru 6 til 7 sinnum í viku og suma daga nokkur á hverjum degi.

Fyrir þremur árum kíkti mbl.is í heimsókn á reiðnámskeiðið hjá Berglindi sem má sjá í þessu myndskeiði hér

Oddrún bendir á að þessi námskeið séu mjög kostnaðarsöm, t.d. þarf sérstaka hnakka svo fólk með mismikla fötlun komist á bak, sumir þurfa allt að tvo til þrjá aðstoðarmenn með sér auk kostnaðar við launagreiðslur og rekstur á hrossunum. „Sjálfboðaliðar vinna einnig á námskeiðunum og það er spurning hversu lengi við getum haldið því gangandi,“ segir Oddrún.

Reiðnámskeið fyrir fatlaða eru ekki ný af nálinni en Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að framboði á slíkum námskeiðum ef miðað er við önnur lönd. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að bæði andleg og líkamleg heilsa fatlaðra styrkist með því að fara á hestbak, segir Oddrún.

Þarf fleiri að borðinu og meira fjármagn

„Þetta er gríðarlega mikilvægt starf og til að ná að sinna því betur og bæta það þarf að fá fleiri að borðinu og meira fjármagn,“ segir Oddrún. Hugmyndin er að stofnað verði sérstakt félag um námskeiðin með aðkomu allra hestamannafélaganna á svæðinu. Með þeim hætti væri hægt að bjóða upp á námskeið fyrir fólk með mismikla fötlun milli hestamannafélaga. „Hér gætum við verið með námskeið fyrir einstaklinga sem eru í hjólastól því við erum með lyftu. Önnur félög gætu boðið upp á námskeið fyrir fólk með minni fötlun,“ segir Oddrún.  

Hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið vel í þetta, að sögn Oddrúnar. Næsta skref er að ná fundi með þeim öllum saman. Hún er bjartsýn á að fleiri hestamannafélög sinni einnig þessum hópi en hún vill samt sem áður sjá boltann rúlla af meiri krafti.  

Margir kynntu sér starfsemina í gær.
Margir kynntu sér starfsemina í gær. Ljósmynd/Aðsend
Það er gaman á hestbaki.
Það er gaman á hestbaki. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Varahlutir í Transalp 600cc1988 -1992 ca
Er með til sölu nokkra varahlutum í ofangreint hjól. Þetta eru kerti, bremsuborð...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...
L helgafell 6017091319 iv/v fjhst.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017091319 IV/V Fjhst. ...