Þungar áhyggur vegna innkaupa sjúkrabíla

Í ályktuninni segir að mikilvægt sé að sjúkrabifreiðar séu í …
Í ályktuninni segir að mikilvægt sé að sjúkrabifreiðar séu í góðu standi og að þeim sé reglulega skipt út. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur sent frá sér ályktun um slæma stöðu sjúkrabíla á landinu þar sem sambandið lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu innkaupa á sjúkrabílum.

Í ályktuninni kemur fram að fjölmargar fréttir af fjölgun sjúkraflutninga um allt land hafi verið fluttar á undanförnum misserum, sem helgist meðal annars af fjölgun ferðamanna og þjónustuskerðingu á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Þetta leiði af sér lengri og flóknari sjúkraflutninga.

Mikilvægt sé að sjúkrabifreiðar séu í góðu standi og að þeim sé reglulega skipt út. Til að halda þjónustunni gangandi þurfi skipulögð endurnýjun að liggja til grundvallar.

Landssambandið skorar á velferðarráðuneytið og Rauða kross Íslands að ganga til samninga þegar í stað og leysa þá pattstöðu sem upp er komin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert