Tilkynnt um eld í farþegaþotu

Ljósmynd/Isavia

Farþegarþota frá flugfélaginu Wizz Air lenti rétt í þessu á Keflavíkurflugvelli en tilkynnt var um um eld um borð í henni samkvæmt heimildum mbl.is. Um borð eru 147 manns.

Mikill viðbúnaður er vegna málsins og er hæsta viðbúnaðarstig í gildi. Slökkviliðsmenn hafa meðal annars verið sendir á staðinn af höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu.

Farþegaþotan var á leið til Póllands frá Íslandi þegar ákveðið var að snúa við til Keflavíkurflugvallar.

Uppfært 20:13: Samkvæmt heimildum mbl.is hafa flestir viðbragðsaðilar verið kallaðir til baka en áfallateymi á vegum Rauða krossins eru á leið á vettvang.

Uppfært 20:17: Fram kemur í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni að farþegaþotan hafi verið suður af Mýrdalsjökli þegar tilkynning barst um eld um borð. Tvær þyrlur Gæslunnar voru kallaðar út og fór önnur þeirra í loftið. Þotan hafi lent heilu á höldnu rétt fyrir klukkan átta.

Uppfært 20:21: Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þurfti ekki á slökkvistarfi að halda í farþegaþotunni sem er af gerðinni Airbus. Eldurinn kom upp á salerni hennar. Þotan hefur verið affermd með eplilegum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert