Vígahnötturinn á stærð við golfkúlu

Vígahnötturinn tók sér góða tíma í að falla í gegnum ...
Vígahnötturinn tók sér góða tíma í að falla í gegnum gufuhvolfið og sást því vel víða um land. Ljósmynd/Twitter

Ljósa­gang­ur á himni yfir Íslandi í gær­kvöldi sem vakti mikla athygli reyndist vera vígahnöttur.

En hvers konar fyrirbæri er vígahnöttur? Líkt og með önnur stjörnufræðileg fyrirbæri hefur Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefjarins, svör á reiðum höndum.

„Þetta er óvenju skært og áberandi stjörnuhrap eða loftsteinahrap. Ef loftsteinahröpin ná meiri birtu en birtu Venusar sem er allra jafna bjartasta stjarnan sem við sjáum á himninum þegar hún er á lofti, þá köllum slík loftsteinahröp vígahnetti,“ segir Sævar Helgi í samtali við mbl.is.  

Vígahnettir eru stærri en hefðbundin stjörnuhröp sem eru yfirleitt á stærð við sandkorn að sögn Sævars Helga. „Í tilviki vígahnatta erum við að tala um loftsteina sem eru á stærð við bláber, jarðaber og allt upp í fótbolta eða ennþá stærra.“ 

Miðað við birtustig vígahnattarins í gærkvöldi áætlar Sævar Helgi að hann hafi verið á stærð við golfkúlu. „Hnötturinn sundraðist í lokin sem bendir til þess að um hafi verið að ræða stein úr bergi en ekki járni eins og sumir loftsteinar eru.“

Erfitt er að spá fyrir um vígahnetti og segir Sævar Helgi að helst sé hægt að gera ráð fyrir þeim á þeim tíma árs þegar loftsteinadrífur fara yfir himininn. Svo hafi hins vegar ekki verið í gærkvöldi. „Í gær var engin tiltekin loftsteinadrífa í gangi þannig að þetta var handahófskenndur vígahnötur sem varð svona áberandi. Það sem var kannski skemmtilegast við hann var hversu margir sáu hann þar sem hann var frekar lengi að falla í gegnum gufuhvolfið þannig að margir gátu gefið sér tíma til að horfa upp sem er tiltölulega sjaldgæft með loftsteinahröp.“

Sjálfur ákvað Sævar Helgi ákvað að fara snemma í rúmið í gærkvöldi og missti því af herlegheitunum. „Svo var ég bara vakinn upp við þetta allt saman sem var nú bara ánægjulegt en ég er ekki alveg nógu sáttur með sjálfan mig að hafa misst af þessu þar sem ég horfi svo mikið til himins hvort sem er.“ Hann segir það þó ekki koma að sök þar sem hann hefur séð nokkra vígahnetti áður, og marga skærari en þennan sem sást á himni í gærkvöldi. Hann fagni því þó ávallt að vera vakinn upp við þegar eitthvað markvert á sér stað á himninum. 

Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefjarins, svaf á sínu græna eyra ...
Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefjarins, svaf á sínu græna eyra í gærkvöldi þegar vígahnötturinn sást á himni. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Fnykur sagður „gjörsamlega ólíðandi“

05:30 „Það er ótækt að íbúar líði fyrir þann óþef sem frá þessari starfsemi stafar,“ segir í bókun hverfisráðs Grafarvogs sem lögð var fram á fundi borgarráðs í síðustu viku. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...