Vígahnötturinn á stærð við golfkúlu

Vígahnötturinn tók sér góða tíma í að falla í gegnum ...
Vígahnötturinn tók sér góða tíma í að falla í gegnum gufuhvolfið og sást því vel víða um land. Ljósmynd/Twitter

Ljósa­gang­ur á himni yfir Íslandi í gær­kvöldi sem vakti mikla athygli reyndist vera vígahnöttur.

Frétt mbl.is: Vígahnöttur á kvöldhimni vekur athygli

En hvers konar fyrirbæri er vígahnöttur? Líkt og með önnur stjörnufræðileg fyrirbæri hefur Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefjarins, svör á reiðum höndum.

„Þetta er óvenju skært og áberandi stjörnuhrap eða loftsteinahrap. Ef loftsteinahröpin ná meiri birtu en birtu Venusar sem er allra jafna bjartasta stjarnan sem við sjáum á himninum þegar hún er á lofti, þá köllum slík loftsteinahröp vígahnetti,“ segir Sævar Helgi í samtali við mbl.is.  

Vígahnettir eru stærri en hefðbundin stjörnuhröp sem eru yfirleitt á stærð við sandkorn að sögn Sævars Helga. „Í tilviki vígahnatta erum við að tala um loftsteina sem eru á stærð við bláber, jarðaber og allt upp í fótbolta eða ennþá stærra.“ 

Miðað við birtustig vígahnattarins í gærkvöldi áætlar Sævar Helgi að hann hafi verið á stærð við golfkúlu. „Hnötturinn sundraðist í lokin sem bendir til þess að um hafi verið að ræða stein úr bergi en ekki járni eins og sumir loftsteinar eru.“

Erfitt er að spá fyrir um vígahnetti og segir Sævar Helgi að helst sé hægt að gera ráð fyrir þeim á þeim tíma árs þegar loftsteinadrífur fara yfir himininn. Svo hafi hins vegar ekki verið í gærkvöldi. „Í gær var engin tiltekin loftsteinadrífa í gangi þannig að þetta var handahófskenndur vígahnötur sem varð svona áberandi. Það sem var kannski skemmtilegast við hann var hversu margir sáu hann þar sem hann var frekar lengi að falla í gegnum gufuhvolfið þannig að margir gátu gefið sér tíma til að horfa upp sem er tiltölulega sjaldgæft með loftsteinahröp.“

Sjálfur ákvað Sævar Helgi ákvað að fara snemma í rúmið í gærkvöldi og missti því af herlegheitunum. „Svo var ég bara vakinn upp við þetta allt saman sem var nú bara ánægjulegt en ég er ekki alveg nógu sáttur með sjálfan mig að hafa misst af þessu þar sem ég horfi svo mikið til himins hvort sem er.“ Hann segir það þó ekki koma að sök þar sem hann hefur séð nokkra vígahnetti áður, og marga skærari en þennan sem sást á himni í gærkvöldi. Hann fagni því þó ávallt að vera vakinn upp við þegar eitthvað markvert á sér stað á himninum. 

Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefjarins, svaf á sínu græna eyra ...
Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefjarins, svaf á sínu græna eyra í gærkvöldi þegar vígahnötturinn sást á himni. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
42 fm íbúð til leigu
Gullfalleg íbúð á Ásvallagötu 82, 101 Reykjavík. Íbúðin er 64 fm ásamt 10 fm gey...
 
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...