834 börn eru á biðlista í borginni

Margt starfsfólk vantar á leikskóla borgarinnar.
Margt starfsfólk vantar á leikskóla borgarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lítið þokast í ráðningum við leikskóla og frístundaheimili í Reykjavík og enn á eftir að ráða í um 185 stöðugildi. Það hefur valdið því að 103 börn sem lofað hafði verið plássi á leikskóla eru enn ekki komin með pláss.

Alls eru 834 börn nú á biðlista eða ríflega tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra þegar 413 börn voru á biðlista, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks á fundi skóla- og frístundaráðs í gær kemur fram að brýnt sé að bregðast við stöðunni með öllum tiltækum ráðum enda sé staðan farin að hafa alvarlegar afleiðingar sem bitni á starfinu og þjónustunni við börnin. Nú þegar hafi þurft að skerða opnunartíma og biðja foreldra um að hafa börnin heima einhverja daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert