Bilaður búnaður stoppar Bjarna

Bjarni Sæmundsson fer væntanlega út í kvöld eða á morgun.
Bjarni Sæmundsson fer væntanlega út í kvöld eða á morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Bilun í stjórntölvu í einni af þremur vélum rannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar í kjölfar þess að straumbreytir brann yfir orsakar að skipið hefur ekki komist til loðnurannsókna sem áttu að hefjast nú í vikunni.

Það var loksins í gær, eftir mikla leit hjá framleiðanda í Þýskalandi, að varahluturinn fannst.

„Þetta er mjög bagalegt en auðvitað er gamalt skipið bara að minna á að tími á endurnýjun er kominn,“ segir Sólmundur Már Jónsson, sviðsstjóri fjármála og rekstrar hjá Hafrannsóknastofnun, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert