„Hvenær er nóg nóg?“

Ferðamenn í Hljómskálagarðinum.
Ferðamenn í Hljómskálagarðinum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) gagnrýna harðlega áform fjármálaráðherra um skatthækkun á greinina sem kemur fram í nýju fjárlagafrumvarpi. Þannig segja samtökin að gert sé ráð fyrir því að álögur á greinina í formi skatta og gjalda hækki um fimm milljarða á næsta ár á meðan ríkissjóður verji aðeins 2,3 milljörðum beint í málaflokkinn.

Neikvæð áhrif á gæði, öryggi og dreifingu ferðamanna

Í ályktun frá samtökunum kemur fram að með því að afnema afslátt sem bílaleigu hafa haft á vörugjöldum muni gjöld þeirra fyrirtækja hækka um þrjá milljarða. Segja samtökin að ætlaðar breytingar muni hafa „neikvæð áhrif þvert á sameiginlega stefnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar um aukin gæði, öryggi og dreifingu ferðamanna um landið.“

Þá er sjónunum beint að gistináttagjaldi, en gjaldið var hækkað úr 100 krónum í 300 krónur. Segja samtökin að með þessu versni versnar enn samkeppnishæfni hótela gagnvart ólöglegri íbúðargistingu sem hafi vaxið að undanförnu og „hvorki skilar sköttum né öðrum gjöldum til ríkissjóðs.“ Þessi hækkun muni valda um eins milljarðar hækkun gjalda fyrir gistiþjónustuna, en á sama tíma segja samtökin að ríkið verði af tveimur milljörðum árlega þar sem ekki hefur tekist að tryggja skattskil þeirra sem starfa í því sem kallað hefur verið skuggahagkerfi.

SAF gagnrýna jafnframt hækkun á eldsneytissköttum sem þau segja að verði að hluta sóttur í ferðaþjónustufyrirtækin. „Þessar auknu álögur munu því sannarlega hafa áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu og takmarka dreifingu ferðamanna um landið.“

Auknar tekjur en draga úr framlögum

Þá er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu að auknar tekjur ríkissjóðs af bílastæðagjöldum í þjóðgörðum nemi um 150 milljónum á næsta ári. Segja samtökin skjóta skökku við að á sama tíma séu framlög til Vatnajökulsþjóðgarðs lækkun.

Það eru þó ekki bara hækkanir í núverandi fjárlagafrumvarpi sem samtökin hafa áhyggjur af. Framundan sé enn meiri hækkun gjalda. „Þrátt fyrir fyrirhugaða hækkun á VSK á ferðaþjónustu að upphæð 18 milljarða króna árlega frá árinu 2019, og eiginlegar auknar álögur á ferðaþjónustuna að upphæð tæpir 5 milljarðar króna frá og með næsta ári eru stjórnvöld einnig með á prjónunum ýmiskonar gjaldtöku á greinina líkt og aðstöðugjöld eins og enn frekari bílastæðagjöld og hafnargjöld ásamt því að þjóðgarðarnir horfa til sérstakra leyfisgjalda. Hvenær er nóg nóg?“ segir í ályktuninni.

Krefjast þess að VSK-áform verði endurskoðuð

Krefjast samtökin þess að stjórnvöld endurskoði áform sín um að setja ferðaþjónustuna í hæsta þrep virðisaukaskattsins í því ljósi að tryggja þurfi greininni samkeppnishæfni við erlenda markaði, líkt og hafi verið gert við aðra útflutningsgreinar.

Samtökin segja að þegar rýnt sé í frumvarpið komi fram að stjórnvöld segist hafa mikla trú á ferðaþjónustunni þegar komi að tekjuöflun, en þegar horft sé til uppbyggingar innviða sé ekki hægt að draga þær ályktanir að stjórnvöld hafi raunverulega trú á greininni. Þannig séu hlutfallslega litlum fjármunum varið í samgönguframkvæmdir sem séu lífæð ferðaþjónustunnar og grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið.

mbl.is

Innlent »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Vænlegt er til árangurs ef í 1.-2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í NA-kjördæminu er frambjóðandi frá Akureyri.   Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...