Ábyrgðin í höndum stjórnar og Alþingis

Vöfflur hafa oft verið bakaðar í Karphúsinu síðustu ár.
Vöfflur hafa oft verið bakaðar í Karphúsinu síðustu ár. mbl.is/Stella Andrea

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að forsætisráðherra beri ríka ábyrgð á því að kjaramálin séu í þeim hnút sem þau eru, en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, kveðst á hinn bóginn sammála hverju orði sem forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni um stöðu kjaramála á Íslandi.

Í Morgunblaðinu í dag er leitað viðbragða forseta ASÍ og formanns SA við þeim hluta stefnuræðu forsætisráðherra sem laut að stöðunni á vinnumarkaðnum á Íslandi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði m.a. í stefnuræðu sinni á Alþingi í fyrrakvöld að gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði væri landsmönnum fjötur um fót og Íslendingar stæðu í þeim efnum nálægum þjóðum langt að baki.

„Það er ljóst að við erum búin að vera að hækka laun ef horft er til baka, langt umfram það sem þekkist hjá okkar nágrannaþjóðum, án þess að það hafi skilað meiri kaupmætti. Með því að færa okkur yfir í nýtt vinnumarkaðslíkan sem byggist á meiri aga og við séum að skipta því sem raunverulega er til skiptanna og gera það á hóflegri hátt en gert hefur verið værum við að skila mun betri niðurstöðu fyrir almenning í landinu þegar upp er staðið,“ segir Eyjólfur Árni.

„Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við í janúar á þessu ári, en það vill nú þannig til að forsætisráðherra var gerandi í síðustu ríkisstjórn sem fjármálaráðherra,“ sagði forseti ASÍ, og er þar að vísa til þess að síðasta ríkisstjórn og Alþingi hafi ekkert gert til þess að snúa við úrskurði kjararáðs í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert