Bjarni fundar með þingflokknum í Valhöll

Bjarni Benediktsson mætti í Valhöll rétt fyrir klukkan 11 í …
Bjarni Benediktsson mætti í Valhöll rétt fyrir klukkan 11 í dag. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks fundar nú um stöðu mála. mbl.is/Hanna

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, situr nú á fundi í Valhöll ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn hófst klukkan 11 og hyggst Bjarni ræða við fjölmiðla að fundi loknum.

„Ég þarf að nota tímann til að vinna úr þessari óvæntu stöðu,“ segir Bjarni.

Þingflokkurinn fundar í kjölfar fregna gærdagsins þegar í ljós kom að dóms­málaráðherra hefði upp­lýst Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra um að faðir hans væri meðal meðmæl­enda fyr­ir upp­reist æru dæmds barn­aníðings. Í framhaldinu ákvað stjórnr Bjartr­ar framtíðar að slíta stjórn­ar­sam­starfi við rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar. 

Það er margt sem mig langar til að tala um, það eru þessi tíðindi vikunnar og sú staða sem síðan myndast í kjölfarið,“ sagði Bjarni, áður en hann gekk á fund þingflokksins. 

Bjarni ræddi stuttlega við fjölmiðla.
Bjarni ræddi stuttlega við fjölmiðla. mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert