Stígur til hliðar vegna fjölskyldutengsla

Aðrir þingmenn Viðreisnar munu svara fyrir mál er tengjast uppreist …
Aðrir þingmenn Viðreisnar munu svara fyrir mál er tengjast uppreist æru í framtíðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, óskaði eftir því á fundi ráðgjafaráðs flokksins í dag að aðrir þingmenn flokksins myndu svara fyrir mál er tengdust uppreist æru í framtíðinni. Hann vildi stíga til hliðar sem talsmaður í þeim málum vegna fjölskyldutengsla sinna við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra.

En faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, skrifaði undir meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar hann sótti um uppreist æru á síðasta ári.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra greindi frá því í fréttum RÚV í kvöld að Benedikt hefði ákveðið að stíga til hliðar sem talsmaður í málum er tengdust uppreist æru.

Var það samþykkt á fundinum að Benedikt stigi til hliðar og að aðrir tækju við, en á sama tíma lýsti fundurinn yfir fullum stuðningi við hann sem formann Viðreisnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert