Vill boða til kosninga sem fyrst

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Síðustu dagar sýna okkur afdráttarlaust að þolinmæði samfélagsins gagnvart kynferðislegu ofbeldi og hvernig kerfið meðhöndlar slík brot og eftirmála þeirra er á þrotum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í Facebook-færslu fyrir um klukkustund.

Hún segir æskilegast í þeirri stöðu sem upp er komin að boða til kosninga eins fljótt og auðið er.

Þá segir ráðherra það verkefni stjórnmálanna „að breyta úreltum kerfum og uppræta sterka tilhneigingu ákveðinna hópa til að standa vörð um sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert