Ólýðræðislegt og bara fyrir flokksmaskínur

Gunnlaugur Ingvarsson, bifreiðastjóri í Reykjavík, er formaður Frelsisflokksins.
Gunnlaugur Ingvarsson, bifreiðastjóri í Reykjavík, er formaður Frelsisflokksins.

Frelsisflokkurinn er klofningur úr Íslensku þjóðfylkingunni sem stefnir á að bjóða sig fram í næstu sveitastjórnarkosningum. Gunnlaugur Ingvarsson, formaður Frelsisflokksins segir mjög á brattann að sækja þó ekkert hafi verið ákveðið enn en flokkurinn mun funda á þriðjudaginn næstkomandi. 

„Mér finnst þetta mjög ólýðræðislegt og bara fyrir flokksmaskínur að boða til kosninga með svona skömmum fyrirvara,“ segir Gunnlaugur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert