32 einstaklingar á 21 árs tímabili

Elstu dómarnir ná aftur til 1969, en þeir yngstu eru …
Elstu dómarnir ná aftur til 1969, en þeir yngstu eru frá þessum áratug. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Á 21 árs tímabili, frá 1995 til 2016 fengu 32 einstaklingar veitta uppreist æru. Allir eru þeir karlmenn og voru þyngstu dómarnir upp á 16 ár fyrir manndráp. Þá höfðu tíu þeirra hlotið dóma fyrir kynferðisbrot, meðal annars fjórir fyrir barnaníð.

Elstu brotin sem tengjast málum þar sem uppreist æra var veitt eru frá því í lok sjöunda áratugarins, en þau yngst frá því snemma á þessum áratug. Þegar lesið er í gegnum skjölin má sjá að í nokkrum tilfellum telja menn sig þurfa á uppreist æru til að geta gengið í störf sem ekki krefjast þess. Þó eru nokkrir sem hafa fengið uppreist æru með það fyrir augum að geta aftur hlotið lögmannsréttindi og þá óskaði Guðjón Skarphéðinsson, sem var einn hinna dæmdu í Geirfinnsmálinu, eftir uppreist æru í ljósi þess að hann hafði lokið guðfræðinámi. Hann varð síðar sóknarprestur.

Af þeim 32 sem hafa hlotið uppreist æru árin 1995 …
Af þeim 32 sem hafa hlotið uppreist æru árin 1995 til 2017 eru fjórir barnaníðingar og þrír morðingjar. mbl.is

Flestir sem fengu uppreist æru, eða 10 talsins, höfðu hlotið dóma fyrir skjalafals eða auðgunarbrot. Fjór­ir þeirra sem hlutu upp­reist æru voru dæmd­ir til fang­elsis­vist­ar und­ir einu ári, 14 dóm­ar voru eins til tveggja ára lang­ir en aðrir lengri.

Hægt er að skoða gögnin í heild sinni hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert