Brotist inn í Klyppsstaðakirkju

Lögreglan á Austurlandi rannsakar innbrotið.
Lögreglan á Austurlandi rannsakar innbrotið. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Útihurðin á Klyppsstaðakirkju í Loðmundarfirði var brotin upp og stórskemmd í síðustu viku. Lögreglan á Austurlandi rannsakar málið og óskar eftir upplýsingum um mannaferðir á svæðinu. Þetta kemur fram á vef Austurfrétta

Komið var að kirkjunni fyrir helgi en henni hafði verið læst laugardaginn á undan og verknaðurinn því framinn á þessu tímabili. Hurðin er brotin eftir að hafa verið spyrnt upp og kirkjugólfið skítugt eftir innbrotsþjófana. Þetta kemur einnig fram í fréttinni.   

Þeir sem veitt geta upplýsingar um mannaferðir í Loðmundarfirði fyrri hluta síðustu viku geta haft samband við lögregluna á Egilsstöðum í síma 440-0640 eða sent tölvupóst á austur@logreglan.is.

Klyppsstaðakirkja í Loðmundarfirði var reist 1895, en prestur sat þar til 1888. Eftir það var staðnum þjónað frá Dvergasteini og síðar Seyðisfirði. Klyppsstaðakirkja var hins vegar aldrei afhelguð og hefur öðru hvoru verið messað þar að sumarlagi enda jeppavegur fær þangað frá Borgarfirði. Kirkjan er friðuð. Þetta kemur fram á vefnum kirkjukot.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert