Búast má við umferðartöfum á Vífilsstaðavegi

Búast má við miklum töfum á meðan framkvæmdirnar standa yfir.
Búast má við miklum töfum á meðan framkvæmdirnar standa yfir. Kort/Map.is

Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar/Brúarflatar í Garðabæ eru komnar langt á veg.  Þessa dagana er verið að vinna við hellulögn á hraðahindrunum við hringtorgið á Vífilsstaðavegi.  Meðan á þeirri vinnu stendur verða miklar tafir á umferð um Vífilsstaðaveg þar sem loka þarf akreinum á meðan unnið er að hellulögninni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðabæ.

Þar segir enn fremur, að hjáleiðir verði merktar eins og hægt er. Til að létta á umferð á svæðinu sé vegfarendum bent á að fara frekar um Arnarneshæð til að komast inn og út af Reykjanesbraut þegar leiðin liggi til Garðabæjar. Áætlað er að vinnan standi yfir næstu daga eða fram í næstu viku.

Samkvæmt áætlun verktaka verður unnið í einni akrein í einu …
Samkvæmt áætlun verktaka verður unnið í einni akrein í einu og lokunum því skipt í 4 hluta. Kort/Garðabær

Samkvæmt áætlun verktaka verður unnið í einni akrein í einu og lokunum því skipt í 4 hluta.

  1. Byrjað verður að loka á umferð sem kemur inn á hringtorgið frá vestri, en hjáleið verður um Bæjarbraut- Hofsstaðabraut – Karlabraut.
  2. Næst verður lokað fyrir umferð út frá hringtorgi og í vestur inn Vífilsstaðaveg, hjáleið verður um Bæjarbraut – Hofsstaðabraut – Karlabraut.
  3. Lokað verður fyrir umferð frá hringtorgi og í austur, hjáleið verður um Bæjarbraut – Arnarnesveg – Reykjanesbraut.
  4. Lokað verður fyrir umferð frá Reykjanesbraut og inn Vífilsstaðaveg, hjáleið verður um Reykjanesbraut- Arnarnesveg – Bæjarbraut.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert