Ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mbl.is/Eggert

„Það á ekki að vera hlutverk stjórnvalda að veita fólki æru á nýjan leik eftir alvarleg brot. Því hefði ég svo gjarnan viljað sjá frumvarp ráðherrans um breytingu á uppreist æru verða að lögum nú á haustþingi, en hún ætlaði að afnema ákvæðið úr hegningarlögunum.“ Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í færslu á Facebook.

Áslaug segist jafnframt fylgjandi breytingu á löggjöf um uppreist æru þegar í ljós kom að meðal annars að barnaníðingum hefði verið veitt slík málsbót. „Sannast sagna þá fylltist ég óréttlæti yfir slíkri yfirbót.“ Segir Áslaug Arna. 

Hún hvetur fólk jafnframt til að lesa grein Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert