Eldurinn kviknaði í geymslu hússins

Lögreglan á Austurlandi rannsakar enn eldsvoðann.
Lögreglan á Austurlandi rannsakar enn eldsvoðann. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kom upp í geymslu á sveitabæ í nágrenni við Egilsstaði á fimmtudaginn 14. september. Rannsókn lögreglu hefur leitt þetta í ljós, að sögn Jón­asar Vil­helms­sonar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á Eg­ils­stöðum. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir og ekkert liggur meira fyrir að svo stöddu. 

Talið er að einn maður hafi farist í eldsvoðanum og sá var íbúi í húsinu.  

Ekki er vitað hvað varð til þess að eldurinn kviknaði.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert