Lokað á nóttunni

Næturflug einkaflugvéla um Reykjavíkurflugvöll er nú bannað.
Næturflug einkaflugvéla um Reykjavíkurflugvöll er nú bannað. Árni Sæberg

Umferð einkaflugvéla um Reykjavíkurflugvöll hefur verið heldur meiri það sem af er ári en árið í fyrra. Búist er við svipaðri aukningu og í fyrra.

Þó ríkir óvissa um áhrif þess að nú hafa næturlendingar á Reykjavíkurflugvelli verið bannaðar og er vélunum beint til Keflavíkur ef um næturflug er að ræða, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Við höfum verið að fá beiðni um að lenda hérna í Reykjavík klukkan ellefu á kvöldin, við erum óhressir með þessa breytingu,“ segir Arnór Freyr Styrmisson, rekstrarstjóri Flugþjónustunnar, en flugvöllurinn er lokaður frá kl. 23 á kvöldin til 7 á morgnana á virkum dögum og frá kl. 23 til 8 um helgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert