Uppreist æra í 10 kynferðisbrotamálum

Í heild er um að ræða 10 kynferðisafbrotamál og þar ...
Í heild er um að ræða 10 kynferðisafbrotamál og þar af 4 fyrir barnaníð. mbl.is

Í tíu skipti sem veitt hefur verið uppreist æra frá árinu 1995 var það vegna kynferðisbrota, þar af í fjögur skipti vegna barnaníðs. Nokkur málanna hafa þegar vakið athygli og er eitt þeirra sagt málið sem felldi ríkisstjórnina. Elsti dómurinn sem tengist kynferðisbroti er frá 1978, en viðkomandi fékk uppreist æru árið 1995. Nýjustu málin eru mál Róberts Downey, Hjalta Sigurjóns Haukssonar og Sigurðar Ágústs Þorvaldssonar.

Þetta er meðal þess sem sjá má í gögnum sem dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum í gær og ná til allra mála frá 1995 til dagsins í dag þar sem veitt hefur verið uppreist æra.

Elsta málið frá 1978

Fyrsta umsóknin sem tengist kynferðisafbrotamálum og skoðun ráðuneytisins náði til er frá því árið 1995, en þá sótti karlmaður sem ekki er nefndur á nafn um uppreist æru. Samkvæmt yfirliti ráðuneytisins fékk hann tveggja ára og sex mánaða dóm fyrir nauðgun. Var dómurinn kveðinn upp árið 1978. Engir meðmælendur fylgja með skjölum mannsins sem ráðuneytið afhent.

Árið 1996 fékk Jens Karl Magnús Jóhannesson uppreist æru fyrir dóm sem hann hlaut árið 1991. Í þeim gögnum sem fylgdu máli hans frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að hann hafi verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn 1. málsgrein 217. greinar,  1. málsgreinar 218. greinar og 1. málsgreinar 194. greinar almennra hegningarlaga. Taka þær til líkamsárásar, stórfelldrar líkamsárásar og nauðgunar.

Sótti Jens um uppreist æru með vísan í að honum væri það nauðsynlegt til að geta fengið aukin ökuréttindi. Veittu þeir Pétur Steingrímsson, Páll Árnason og Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, honum meðmæli.

Karlmaður sem ekki er nefndur í gögnunum fékk árið 1986 sjö mánaða dóm fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Fimm árum síðar fékk hann 6 mánaða dóm fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um vernd barna og ungmenna. Þegar gögnin sem nú voru send fjölmiðlum eru borin saman við lista sem dómsmálaráðuneytið birti í síðasta mánuði yfir mál af þessu tagi er hægt að sjá að um er að ræða kynferðisbrot gegn barni yngra en 15 ára. Meðmælendur mannsins voru þau Margrét Þóra Vilbergsdóttir og Guðmundur Guðnason. Hann fékk uppreist æru árið 1997

Þrír vottuðu ekki fyrir uppreist æru

Árið 2010 fékk karlmaður sem hafði hlotið 18 mánaða dóm árið 2003 uppreist æru. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa framið kynferðisbrot gagnvart þremur stúlkum þegar þær voru á aldinum 11-16 ára. Hafði hann meðal annars storkið kynfæri tveggja þeirra og stungið fingri í leggöng einnar.

Maðurinn hafði áður starfað sem lögreglumaður og eru meðal annars fyrrverandi samstarfsfélagar hans sem veita honum meðmæli sín með beiðninni. Meðmælin eru rituð á árunum 2002 til 2009 og á þeim sem eru rituð áður en dómurinn er fallinn má meðal annars sjá að um hefðbundin starfsmeðmæli er að ræða. Þetta á meðal annars við um meðmæli Grétars Sæmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns og Friðriks Björgvinssonar yfirlögregluþjóns.

Í einu málinu var um lögreglumann að ræða. Meirihluti meðmæla ...
Í einu málinu var um lögreglumann að ræða. Meirihluti meðmæla er frá fyrrum samstarfsfélögum mannsins, en í allavega þrjú skipti voru þau veitt sem starfsmeðmæli en ekki fyrir uppreist æru. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Meðmæli frá Benedikt Lund, sem hefur lengi starfað hjá lögreglunni, eru hins vegar ódagsett en á þá leið að um starfsmeðmæli sé að ræða. Meðmæli frá Friðrik Ingva Jóhannssyni lögreglumanni eru frá því árið 2009. Gunnar Þorsteinsson og Lárus Kjartansson veita honum einnig meðmæli árið 2009, en meðmæli frá Ólafi Guðmundssyni eru ódagsett.

Jón Matthías Bergsson fékk uppreist æru árið 2011 en hann hafði árið 2003 hlotið tveggja ára dóm fyrir að nauðga 16 ára stúlku. Hann sótti um uppreist æru til að geta starfað sem lögmaður, sem hann gerir í dag. Veittu Margrét Steingrímsdóttir og Guðmundur Ragnarsson hdl. honum meðmæli sín.

Árið 2014 hlaut Eyvindur Svanur Magnússon uppreist æru vegna 15 mánaða dóms sem hann hlaut árið 1997 vegna nauðgunar. Meðmæli veittu Guðjón Gunnarsson og Hlynur Þór Magnússon

Málin sem opnuðu umræðuna

Í fyrra var fjórum mönnum veitt uppreist æra vegna kynferðisafbrota. Fyrst er um að ræða mál Róberts Downey sem var dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi árið 2008 fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um ung­lings­stúlk­um. Síðan Robert fékk upp­reist æru hafa tvær kon­ur til viðbót­ar stigið fram og greint frá of­beldi sem þær hafi verið beitt­ar af hálfu Ró­berts.

Brot hans gegn stúlk­un­um voru fram­in á ár­un­um 2005 og 2006 en hann tældi þrjár þeirra með blekk­ing­um og pen­inga­greiðslum til kyn­ferðismaka. Þær voru þá 14 og 15 ára. Hann komst í sam­band við stúlk­urn­ar í gegn­um netið og í flest­um til­vik­um sagðist hann vera tán­ings­pilt­ur. Vakti það mikla athygli þegar mál Róberts kom til kasta fjölmiðla fyrr á árinu og varð það til þess að farið var að óska eftir frekari gögnum og skýringa í tengslum við mál um uppreist æru. Varð það til þess að ráðuneytinu var gert að birta gögnin í síðustu viku.

Hjalti Sigurjón Hauksson hlaut árið 2004 fimm og hálfs árs dóm fyrir að brjóta í 12 ár gegn stjúpdóttur sinni. Þeir sem skrifuðu undir meðmæli fyrir Hjalta voru Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Sveinn Eyj­ólf­ur Matth­ías­son, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóri hjá Kynn­is­ferðum og Har­ald­ur Þór Teits­son hjá hópferðafyrirtækinu Teiti Jónssyni. Seinni tveir mennirnir hafa tekið fyrir að meðmælin hafi verið skrifuð með það í huga að nýta ætti þau til að sækja um uppreist æru, heldur sem starfsmeðmæli. Ollu meðmæli Benedikts því að Björt framtíð ákvað að slíta stjórnarsamstarfi ríkisstjórnarflokkanna.

Mál Róbert Downey opnaði umræðuna um þau mál þar sem ...
Mál Róbert Downey opnaði umræðuna um þau mál þar sem uppreist æra hafði verið veitt. Mál Hjalta Sigurjóns olli svo því að ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið. AFP

Sigurður Ágúst Þorvaldsson, leikmaður meistaraflokks KR í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður í íþróttinni, fékk einnig uppreist æru í fyrra, en hann hafði fengið tveggja ára dóm fyrir að nauðga 17 ára stúlku árið 2010. Þeir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Snæfells og Grétar Daníel Pálsson skrifuðu meðmæli fyrir Sigurð.

Að lokum fékk karlmaður sem ekki er nefndur í skjölum ráðuneytisins uppreist æru í fyrra eftir að hafa hlotið dóm fyrir nauðgun árið 1997. Í frétt Stundarinnar var greint frá því að maðurinn hafi fengið tveggja ára dóm fyrir að nauðga og misþyrma konu með þroskahömlun. Þorlákur Morthens, sem þekktur er undir nafninu Tolli og Sólveig Eiríksdóttir, stofnandi veitingastaðarins Gló, veittu manninum meðmæli sín.

mbl.is

Innlent »

„Þetta reddast“ ekki alltaf farsælt viðhorf

20:37 „Núverandi ríkisstjórnarsamstarf þriggja stærstu þingflokkanna á Alþingi byggist á sameiginlegri sýn ólíkra flokka sem hafa það markmið að vinna að ákveðnum lykilverkefnum sem koma Íslandi í fremstu röð.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra, á Alþingi í kvöld. Meira »

Vanmeti hvað sé þjóðfélaginu til heilla

20:28 Lögbann á fjölmiðil korteri fyrir kosningar gengur gegn þeirri styrkingu lýðræðisins að tryggja lagaumhverfi sem gerir fjölmiðlum kleift að miðla upplýsingum sem teljast mikilvægar í pólitísku samhengi. Þetta sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata í ræðu sinni á alþingi nú í kvöld Meira »

„Tókst að beygja bakland eigin flokks“

20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, byrjaði ræðu sína í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld á að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embættið. „Henni tókst að beygja bakland eigin flokks.“ Meira »

„Gefa afslátt í baráttunni gegn ójöfnuði“

20:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 5. þingmaður norðausturkjördæmis, byrjaði ræðu sína á að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og fagnaði því að nú sæti kona í forsæti öðru sinni. Sagðist hann vona að það teldist ekki til tíðinda í náinni framtíð. Meira »

Ábyrgð stjórnarmeirihlutans mikil

19:53 Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, en niðurstaðan þarf að vera samfélaginu sem heild til heilla, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Fátækt eigi heldur ekki að vera til staðar á jafn ríku landi og Íslandi. Meira »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix, í samtali við mbl.is. Meira »

Jesú hitaði upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í athugasemdakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar kr: 9,900,- Keyptir hjá Rekstrarvörum. uppl: 869120...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...