Uppreist æra í 10 kynferðisbrotamálum

Í heild er um að ræða 10 kynferðisafbrotamál og þar ...
Í heild er um að ræða 10 kynferðisafbrotamál og þar af 4 fyrir barnaníð. mbl.is

Í tíu skipti sem veitt hefur verið uppreist æra frá árinu 1995 var það vegna kynferðisbrota, þar af í fjögur skipti vegna barnaníðs. Nokkur málanna hafa þegar vakið athygli og er eitt þeirra sagt málið sem felldi ríkisstjórnina. Elsti dómurinn sem tengist kynferðisbroti er frá 1978, en viðkomandi fékk uppreist æru árið 1995. Nýjustu málin eru mál Róberts Downey, Hjalta Sigurjóns Haukssonar og Sigurðar Ágústs Þorvaldssonar.

Þetta er meðal þess sem sjá má í gögnum sem dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum í gær og ná til allra mála frá 1995 til dagsins í dag þar sem veitt hefur verið uppreist æra.

Elsta málið frá 1978

Fyrsta umsóknin sem tengist kynferðisafbrotamálum og skoðun ráðuneytisins náði til er frá því árið 1995, en þá sótti karlmaður sem ekki er nefndur á nafn um uppreist æru. Samkvæmt yfirliti ráðuneytisins fékk hann tveggja ára og sex mánaða dóm fyrir nauðgun. Var dómurinn kveðinn upp árið 1978. Engir meðmælendur fylgja með skjölum mannsins sem ráðuneytið afhent.

Árið 1996 fékk Jens Karl Magnús Jóhannesson uppreist æru fyrir dóm sem hann hlaut árið 1991. Í þeim gögnum sem fylgdu máli hans frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að hann hafi verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn 1. málsgrein 217. greinar,  1. málsgreinar 218. greinar og 1. málsgreinar 194. greinar almennra hegningarlaga. Taka þær til líkamsárásar, stórfelldrar líkamsárásar og nauðgunar.

Sótti Jens um uppreist æru með vísan í að honum væri það nauðsynlegt til að geta fengið aukin ökuréttindi. Veittu þeir Pétur Steingrímsson, Páll Árnason og Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, honum meðmæli.

Karlmaður sem ekki er nefndur í gögnunum fékk árið 1986 sjö mánaða dóm fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Fimm árum síðar fékk hann 6 mánaða dóm fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um vernd barna og ungmenna. Þegar gögnin sem nú voru send fjölmiðlum eru borin saman við lista sem dómsmálaráðuneytið birti í síðasta mánuði yfir mál af þessu tagi er hægt að sjá að um er að ræða kynferðisbrot gegn barni yngra en 15 ára. Meðmælendur mannsins voru þau Margrét Þóra Vilbergsdóttir og Guðmundur Guðnason. Hann fékk uppreist æru árið 1997

Þrír vottuðu ekki fyrir uppreist æru

Árið 2010 fékk karlmaður sem hafði hlotið 18 mánaða dóm árið 2003 uppreist æru. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa framið kynferðisbrot gagnvart þremur stúlkum þegar þær voru á aldinum 11-16 ára. Hafði hann meðal annars storkið kynfæri tveggja þeirra og stungið fingri í leggöng einnar.

Maðurinn hafði áður starfað sem lögreglumaður og eru meðal annars fyrrverandi samstarfsfélagar hans sem veita honum meðmæli sín með beiðninni. Meðmælin eru rituð á árunum 2002 til 2009 og á þeim sem eru rituð áður en dómurinn er fallinn má meðal annars sjá að um hefðbundin starfsmeðmæli er að ræða. Þetta á meðal annars við um meðmæli Grétars Sæmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns og Friðriks Björgvinssonar yfirlögregluþjóns.

Í einu málinu var um lögreglumann að ræða. Meirihluti meðmæla ...
Í einu málinu var um lögreglumann að ræða. Meirihluti meðmæla er frá fyrrum samstarfsfélögum mannsins, en í allavega þrjú skipti voru þau veitt sem starfsmeðmæli en ekki fyrir uppreist æru. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Meðmæli frá Benedikt Lund, sem hefur lengi starfað hjá lögreglunni, eru hins vegar ódagsett en á þá leið að um starfsmeðmæli sé að ræða. Meðmæli frá Friðrik Ingva Jóhannssyni lögreglumanni eru frá því árið 2009. Gunnar Þorsteinsson og Lárus Kjartansson veita honum einnig meðmæli árið 2009, en meðmæli frá Ólafi Guðmundssyni eru ódagsett.

Jón Matthías Bergsson fékk uppreist æru árið 2011 en hann hafði árið 2003 hlotið tveggja ára dóm fyrir að nauðga 16 ára stúlku. Hann sótti um uppreist æru til að geta starfað sem lögmaður, sem hann gerir í dag. Veittu Margrét Steingrímsdóttir og Guðmundur Ragnarsson hdl. honum meðmæli sín.

Árið 2014 hlaut Eyvindur Svanur Magnússon uppreist æru vegna 15 mánaða dóms sem hann hlaut árið 1997 vegna nauðgunar. Meðmæli veittu Guðjón Gunnarsson og Hlynur Þór Magnússon

Málin sem opnuðu umræðuna

Í fyrra var fjórum mönnum veitt uppreist æra vegna kynferðisafbrota. Fyrst er um að ræða mál Róberts Downey sem var dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi árið 2008 fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um ung­lings­stúlk­um. Síðan Robert fékk upp­reist æru hafa tvær kon­ur til viðbót­ar stigið fram og greint frá of­beldi sem þær hafi verið beitt­ar af hálfu Ró­berts.

Brot hans gegn stúlk­un­um voru fram­in á ár­un­um 2005 og 2006 en hann tældi þrjár þeirra með blekk­ing­um og pen­inga­greiðslum til kyn­ferðismaka. Þær voru þá 14 og 15 ára. Hann komst í sam­band við stúlk­urn­ar í gegn­um netið og í flest­um til­vik­um sagðist hann vera tán­ings­pilt­ur. Vakti það mikla athygli þegar mál Róberts kom til kasta fjölmiðla fyrr á árinu og varð það til þess að farið var að óska eftir frekari gögnum og skýringa í tengslum við mál um uppreist æru. Varð það til þess að ráðuneytinu var gert að birta gögnin í síðustu viku.

Hjalti Sigurjón Hauksson hlaut árið 2004 fimm og hálfs árs dóm fyrir að brjóta í 12 ár gegn stjúpdóttur sinni. Þeir sem skrifuðu undir meðmæli fyrir Hjalta voru Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Sveinn Eyj­ólf­ur Matth­ías­son, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóri hjá Kynn­is­ferðum og Har­ald­ur Þór Teits­son hjá hópferðafyrirtækinu Teiti Jónssyni. Seinni tveir mennirnir hafa tekið fyrir að meðmælin hafi verið skrifuð með það í huga að nýta ætti þau til að sækja um uppreist æru, heldur sem starfsmeðmæli. Ollu meðmæli Benedikts því að Björt framtíð ákvað að slíta stjórnarsamstarfi ríkisstjórnarflokkanna.

Mál Róbert Downey opnaði umræðuna um þau mál þar sem ...
Mál Róbert Downey opnaði umræðuna um þau mál þar sem uppreist æra hafði verið veitt. Mál Hjalta Sigurjóns olli svo því að ríkisstjórnarsamstarfinu var slitið. AFP

Sigurður Ágúst Þorvaldsson, leikmaður meistaraflokks KR í körfubolta og fyrrverandi landsliðsmaður í íþróttinni, fékk einnig uppreist æru í fyrra, en hann hafði fengið tveggja ára dóm fyrir að nauðga 17 ára stúlku árið 2010. Þeir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Snæfells og Grétar Daníel Pálsson skrifuðu meðmæli fyrir Sigurð.

Að lokum fékk karlmaður sem ekki er nefndur í skjölum ráðuneytisins uppreist æru í fyrra eftir að hafa hlotið dóm fyrir nauðgun árið 1997. Í frétt Stundarinnar var greint frá því að maðurinn hafi fengið tveggja ára dóm fyrir að nauðga og misþyrma konu með þroskahömlun. Þorlákur Morthens, sem þekktur er undir nafninu Tolli og Sólveig Eiríksdóttir, stofnandi veitingastaðarins Gló, veittu manninum meðmæli sín.

mbl.is

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
Stimplar
...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...