Verkís og Orkuveitan fá samgönguviðurkenningu

Fullltrúar Verkís og Orkuveitunnar taka á móti viðurkenningu Reykjavíkurborgar.
Fullltrúar Verkís og Orkuveitunnar taka á móti viðurkenningu Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Verkís og Orkuveita Reykjavíkur hlutu í dag Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2017 og ræður vistvænn ferðamáti starfsmanna og fordæmi fyrirtækjanna í vistvænum rekstri þar mestu um val dómnefndar. 

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Verkís bjóði starfsfólki góða aðstöðu fyrir hjól, hleðslu fyrir rafbíla, bílastæðum hjá fyrirtækinu hafi verið fækkaði og starfsfólk fái samgöngustyrk. Orkuveitan greiði svo samgöngustyrk til sinna starfsmanna og fylgist með því hvernig fólk komi til vinnu og hvað hindri það í að velja vistvænar samgöngur.  Þá er Orkuveitan með 65 vistvænar bifreiðar sem nýtast starfsfólki.

Þá vinna fyrirtækin samkvæmt loftslagsmarkmiðum Festu og Reykjavíkurborgar.

Sjö fyrirtæki komu fyrir valnefnd á þessu ári og voru það auk Verkís og Orkuveitunnar, Advania, Alta, Arionbanki, Háskólinn í Reykjavík og Seðlabanki  Íslands. 

Dómnefndin byggði val sitt á árangri að aðgerðum sem fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklingar hafa gripið til í þeim tilgangi að t.d. einfalda starfsfólki að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn, draga úr umferð á sínum vegum og/eða stuðla að notkun vistvænna orkugjafa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert