Árangurslaus fundur flugvirkja

Flugvirkjar að störfum.
Flugvirkjar að störfum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Flugvirkjafélag Ísland og Samtök atvinnulífsins funduðu í fyrsta sinn með ríkissáttasemjara í dag vegna flugvirkja sem starfa hjá Icelandair.

Að sögn Gunnars R. Jónssonar, varaformanns Flugvirkjafélags Íslands, var fundurinn árangurslaus.

Ekkert hefur verið ákveðið með næsta fund en ríkissáttasemjari mun boða hann.

Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 8. september.

Samningar flugvirkja við Icelandair og fleiri aðila runnu út 31. ágúst.

Auk Icelandair losnuðu samningar á sama tíma við flugvirkja hjá Air Iceland Connect, Air Atlanta og Landhelgisgæslunni.

Flugvirkjar hjá Samgöngustofu eru aftur á móti ekki með lausa samninga. Þeir gerðu kjarasamning í byrjun febrúar í fyrra eftir að hafa farið í verkfall. Þeirri deilu var vísað til ríkissáttasemjara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert