Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk.
Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk. Ljósmynd/Aðsend

Gamla Austurbæjarbíó fékk í dag nýtt hlutverk sem gluggi fyrir erlenda ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag en í morgun opnaði formlega sýningin „Tales from Iceland“ í þessu sögufræga húsi við Snorrabraut, sem þar með öðlast nýtt hlutverk. 

„Það sem mér finnst einna skemmtilegast við þetta er að það sé búið sé að finna hentugt hlutverk fyrir þetta sögufræga hús sem Austurbæjarbíó er, það hefur verið í svolitlu ströggli undanfarin ár en núna er búið að endurbyggja allt og setja upp mjög skemmtilega og áhugaverða sýningu,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Tales from Iceland. 

Jón Gunnar segir sýningarnar ekki einungis ætlaðar ferðamönnum. „Báðar sýningarnar eiga fullt erindi við Íslendinga jafnt og ferðamenn enda sýna þær annars vegar land og þjóð frá sjónarhóli ferðamanna og hins vegar valda hápunkta úr nútímasögu Íslands á nútímalegu formi. Þetta er svolítið eins og Snapchat þannig að yfirferðin yfir söguna er hröð og hentar þar af leiðandi ungum jafnt sem öldnum. Það verður frítt á sýninguna hjá okkur út mánuðinn, fólk þarf bara að skrá sig á heimasíðunni okkar, tales.is, og fær þá aðgöngumiða frítt en við byrjum að rukka inn 2. október.“

Sýningin byggir á fjölmörgum þriggja til fjögurra mínútna kvikmyndum sem hver segir sína sögu af landi og þjóð en myndirnar eru sýndar á 14 risaskjám sem komið hefur verið fyrir á tveimur hæðum. Í fyrstu verður sýningin með ensku tali og texta en unnið er að því að bjóða upp á fleiri tungumál. 

Í ár eru 70 ár liðin frá vígslu Austurbæjarbíós.
Í ár eru 70 ár liðin frá vígslu Austurbæjarbíós. Ljósmynd/Aðsend

Á neðri hæðinni er landslagssýningin „Nature explored by visitors“. Allar myndirnar eru unnar úr upptökum ferðamanna sem hafa gefið leyfi fyrir notkuninni en myndskeiðin bregða ljósi á hvernig landið og eyjarskeggjarnir koma þeim fyrir sjónir, hvernig þeir upplifðu náttúruna og fólkið sem hér býr. Á eftir hæðinni er fréttasýningin „Breaking news from the past“ en þær myndir eru unnar úr fréttamyndum sem koma að mestu leyti frá Ríkissjónvarpinu og sýna valda viðburði úr nútímasögu landsins. Fjallað er um listir, íþróttir utanríkismál, veðurfar, hafið, tónlist og ýmislegt fleira sem vekur áhuga ferðamanna. 

Að sýningunni stendur hópur kvikmyndagerðarmanna sem unnið hefur að sýningunni í rúmlega fjögur ár. Fyrir ári var gerður langtímaleigusamningur um húsnæðið og hefur verið unnið að endurnýjun þess í allt sumar. 

„Okkar von er að þetta renni einni stoðinni undir þá uppbyggingu sem á sér stað í austurhluta miðbæjarins, við erum rétt hjá Hlemmi þar sem Mathöllin opnaði nýlega og þetta bætir við fjölbreytni í þessum hluta borgarinnar. Hér verður líf og fjör og við ætlum að leiga húsið út fyrir lokaðar móttökur utan hefðbundins opnunartíma,“ segir Jón Gunnar.

Sýningin byggir á stuttum kvikmyndum sem segja sögu af landi ...
Sýningin byggir á stuttum kvikmyndum sem segja sögu af landi og þjóð en 14 risaskjám hefur verið komið fyrir í Austurbæjarbíói. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

„Tókst að beygja bakland eigin flokks“

20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, byrjaði ræðu sína í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld á að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með embættið. „Henni tókst að beygja bakland eigin flokks.“ Meira »

„Gefa afslátt í baráttunni gegn ójöfnuði“

20:07 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 5. þingmaður norðausturkjördæmis, byrjaði ræðu sína á að óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og fagnaði því að nú sæti kona í forsæti öðru sinni. Sagðist hann vona að það teldist ekki til tíðinda í náinni framtíð. Meira »

Ábyrgð stjórnarmeirihlutans mikil

19:53 Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, en niðurstaðan þarf að vera samfélaginu sem heild til heilla, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Fátækt eigi heldur ekki að vera til staðar á jafn ríku landi og Íslandi. Meira »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix, í samtali við mbl.is. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Jesú hitaði upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í athugasemdakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

15:25 Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...