Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Sjónarvottar sem voru á gangi við Sæbraut töldu sig hafa …
Sjónarvottar sem voru á gangi við Sæbraut töldu sig hafa séð lítinn bát í vanda úti fyrir Kirkjusandi. mynd/Landsbjörg

Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda.

Í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu segir að átta mínútum eftir að útkall barst var fyrsti bátur lagður af stað úr höfn og eru fleiri bátar á leiðinni á vettvang. Nákvæm staðsetning og upplýsingar um bátinn eru hins vegar óljósar á þessari stundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert