Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu. Borgarfulltrúum mun fjölga í 23 á næsta …
Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu. Borgarfulltrúum mun fjölga í 23 á næsta kjörtímabili. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjöldi fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum.

Í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar segir að afgreiðslu tillögu um fjölda borgarfulltrúa hafi verið frestað í sumar þar sem ráðherra sveitarstjórnarmála hafði boðað frumvarp sem fól í sér breytingu á lágmarksfjölda borgarfulltrúa úr 23 í 15, sem er núverandi fjöldi borgarfulltrúa.

Málið hafi hins vegar verið tekið fyrir á fundi borgarstjórnar í dag í ljósi atburða síðustu daga í þinginu.

Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að ekki væri full samstaða um málið í þingflokkum þáverandi stjórnarflokka á Alþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert