Hægagangur fram yfir kosningar

Kjaraviðræður gætu dregist þar til pólitískar línur skýrast.
Kjaraviðræður gætu dregist þar til pólitískar línur skýrast. mbl.is/Golli

Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu.

„Menn eru aðeins að ná áttum eftir atburðina í síðustu viku. Það eru því ekki komnar skýrar línur um hvaða áhrif starfsstjórn mun hafa á störf samninganefndar ríkisins en það hlýtur að skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, talsmaður samninganefndar ríkisins (SNR), í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

„Pólitísk óvissa virðist vera orðin viðvarandi ástand á Íslandi. Núna þurfa allir að anda rólega og haga málflutningi sínum af yfirvegun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, sem leggur áherslu á að þrátt fyrir stjórnarslitin, þingrof og kosningar sé sú staðreynd óhögguð að rýmið til launahækkana sé takmarkað um þessar mundir. Það breytist ekkert við þessi tíðindi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert