Jafnréttisstofa án framkvæmdastjóra

Kristín Ástgeirsdóttir er hætt, en eftir er að ráða í …
Kristín Ástgeirsdóttir er hætt, en eftir er að ráða í stöðuna. mbl.is/Eyþór Árnason

Jafnréttisstofa hefur verið án framkvæmdastjóra frá því Kristín Ástgeirsdóttir lét af störfum að eigin ósk 31. ágúst. Óvissa ríkir um framhald málsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 24. júní.

Fram kom í Morgunblaðinu í lok júlí að umsækjendur um starfið væru níu, sjö konur og tveir karlar.

Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi farið með yfirstjórn Jafnréttisstofu frá starfslokum Kristínar. Hún segir að hæfnisnefnd sem lagði mat á umsóknir hafi lokið störfum og til hafi staðið að Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, ræddi ásamt embættismanni við umsækjendur síðastliðinn föstudag. Þeim viðtölum hafi verið frestað í ljósi breyttra aðstæðna. Ákvörðunar um framhald málsins væri að vænta ekki síðar en í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert