Leka heitavatnslögnin í Vesturbænum fundin

Bilun á heitavatnsæð hefur verið staðsett.
Bilun á heitavatnsæð hefur verið staðsett. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum.

Allir með heitt vatn

Æðin hefur verið einöngruð með því að loka fyrir streymi beggja vegna við hana og hefur sú aðgerð ekki áhrif á afhendingu heits vatns til íbúa. Því ættu allir að vera komnir með heitt vatn en nokkra stund tekur að ná upp fullum þrýstingi á öllu svæðinu segir í tilkynningunni.

Betur fór en á horfðist

Fyrstu fregnir í dag gáfu til kynna að nokkurt tjón hefði orðið þegar heitt vatn flæddi í kjallara í grennd við bilunina en svo virðist sem þær hafi ekki reynst á rökum reistar. Enn sem komið er hafa engar beiðnir um aðstoð við dælingu borist slökkviliði og enginn hefur slasast.

Engar beiðnir um aðstoð vegna leka í íbúðarhúsum hafa borist …
Engar beiðnir um aðstoð vegna leka í íbúðarhúsum hafa borist slökkviliði. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert