Lög um uppreist æru óbreytt í 77 ár

Lög um uppreist æru hafa verið óbreytt frá 1940. Þingmaður …
Lög um uppreist æru hafa verið óbreytt frá 1940. Þingmaður leggur fram frumvarp um að barnaníðingar fái ekki lögmannsréttindi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Það er ekki skilyrði samkvæmt lögum að umsögn um góða hegðun fylgi umsóknum um uppreist æru, að sögn dómsmálaráðherra. Lögin um uppreist æru hafa verið óbreytt í 77 ár en ný lög eru nú í smíðum.

Aðilar sem veitt hafa dæmdum barnaníðingum umsögn um góða hegðun hafa síðustu daga stigið fram og lýst því yfir að umsagnirnar hafi ekki verið ætlaðar í þeim tilgangi að hjálpa mönnum að fá uppreist æru.

„Auðvitað skýtur það skökku við að menn beri á borð margra ára gamlar umsagnir sem veittar voru í allt öðrum tilgangi en þessum,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í umfjöllun um lögin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert