Mótmæla hækkun á leigu vegna hávaða

Nýleg reistir stúdentagarðar við Norræna húsið.
Nýleg reistir stúdentagarðar við Norræna húsið. Styrmir Kári

Hópur íbúa á stúdentagörðunum við Sæmundargötu og Eggertsgötu hyggjast senda áskorun til Félagsstofnunar stúdenta um að fresta hækkun leigugjalds vegna hávaða sem stafar af framkvæmdum FS í nágrenninu.

Í bréfi sem hópurinn hefur sent FS segir að íbúar og leigutakar á stúdentagörðunum við Sæmundargötu vilji koma þeim athugasemdum á framfæri við leigusala sinna að eftir samskipti íbúanna á milli hafi borið á mikilli óánægju vegna hækkunar á leigugjaldi sem tók gildi í september. 

Þá segir í bréfinu að leigutökum sé ljóst að samkvæmt ákvæði leigusamnings áskilji FS sér rétt til hækkunar á umsaminni leigufjárhæð umfram almenna hækkun vísitölu neysluverðs í septembermánuði ár hvert. Leigutakar draga ekki í efa að FS hafi haft málefnalegar ástæður fyrir hækkuninni en vekja athygli á sjónarmiðum sínum sem þeir telja ekki síður málefnaleg í ljósi sanngirnisraka. 

Sanngirnisrök leigutakanna eru þau að framkvæmdir sem nú fara fram í nágrenni við stúdentagarðana hafi óumdeilanlega mikinn og truflandi hávaða í för með sér og valdi töluverðri skerðingu á afnotum leigutaka af íbúðunum. Jafnframt segir í bréfinu að leigutökum sé ljóst að framkvæmdir vegna stúdentaíbúðanna þurfi að ganga hratt fyrir sig vegna gríðarmikillar eftirspurnar eftir slíku húsnæði og takmarkaðs framboðs á almennum leigumarkaði en þó verði að athuga að sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir skerði lífsgæði íbúa og þar með afnot af íbúðunum. 

Segja tilkynningaskyldu ekki fylgt

Leigutakarnir lýsa yfir vonbrigðumvegna þess að reglum hafi ekki verið fylgt varðandi tilkynningaskyldu leigusala. Engar tilkynningar hafi borist um fyrirkomulag vinnuferils með tilliti til röskunar á íbúðarsvæðinu eða yfirlit yfir það hvaða þættir séu líklegir til að valda ónæði, hvenær unnið verði að þeim og hversu lengi framkvæmdi muni standa yfir. Vegna skorts á upplýsingum hafi leigutakarnir hvorki getað hagað áætlunum sínum eftir aðstæðum né fengið tækifæri til að gera athugasemdir við háværustu framkvæmdirnar.

Í bréfinu segja íbúar að framkvæmdir hafi almennt staðið yfir frá því klukkan sjö á morgnana langt fram eftir kvöldi alla daga vikunnar sem hafi verulega truflandi áhrif á námsfrið. 

Fordæmi fyrir afslætti

Íbúar stúdentagarðanna benda jafnframt á því að fordæmi séu fyrir því að FS veiti leigutökum afslátt vegna framkvæmda sem valda hávaða, en það var gert þegar nýir leigutakar fluttu inn í stúdentagarðana við Brautarholt á meðan framkvæmdir stóðu enn yfir. 

Leiðrétting: Aðstandendur undirskrifarsöfnunarinnar höfðu samband við mbl.is og leiðréttu það að áskorunin hafi ekki verið send til FS heldur hafi staðið til að gera það á næstu dögum. Vegna fréttarinnar verður máli afgreitt á skemmri tíma en áætlað var að hálfu aðstandenda undirskriftarsöfnunarinnar en til stóð að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri við FS áður en fjallað yrði um málið í fjölmiðlum.

mbl.is

Innlent »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands, í dag. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
Öflug farangurskerra
Til sölu öflug farangurskerra, 230 x 180 x 100. Hentar jafnt fyrir jeppa og rútu...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...