„Það er allt í hers höndum“

„Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,“ segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona.

„Það hafa að vísu engin dauðsföll orðið en þetta er dálítið sláandi.“

Í borginni hafa spænsk stjórnvöld handtekið fjórtán katalónska embættismenn og ráðist inn í þau ráðuneyti sjálfsstjórnarhéraðsins sem koma að skipulagningu fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu 1. október um aðskilnað Katalóníu frá Spáni.

Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan efnahagsráðuneytið í Barcelona í dag á meðan húsleit stóð þar yfir og var andrúmsloftið spennuþrungið.

Fólk heldur á „Esteladas
Fólk heldur á „Esteladas", sjálfstæðisfána Katalóníu, fyrir utan efnahagsráðuneyti Katalóníu. AFP

Fólk sent út á götu

Að sögn Jóns hafa lögreglu- og hermenn lokað fyrirtækjum, þar á meðal prentsmiðjum, og farið inn í margar opinberar stofnanir þar sem vinir Jóns og konu hans starfa. „Við eigum vini og kunningja sem hafa sent myndir þar sem lögreglan er að senda fólk út á götu. Maður hefði ekki trúað þessu,“ segir hann.

Jón kveðst hafa fylgst vel með spænskum stjórnmálum og segir hann Þjóðarflokkinn, sem núna er í meirihluta með Mariano Rajoy sem forsætisráðherra, hafa verið afdráttarlausan í orðavali sínu þegar kemur að kröfu Katalóníu um sjálfstæði.

„Ég átti ekki alveg von á þessu en síðustu daga hefur forsætisráðherra sagt að það verði ekki kosið. Hann hefur ekki viljað ræða við stjórnina hér,“ segir Jón um Rajoy.

Hópur fólks heldur á stórum borða þar sem á stendur ...
Hópur fólks heldur á stórum borða þar sem á stendur „Lýðræði Katalóníu velkomið" í mótmælum í Barcelona. AFP

Eins og Ísland og Danmörk

Aðspurður segist hann sjálfur fylgjandi því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um aðskilnað Katalóníu frá Spáni. „Frá mínum bæjardyrum séð snýst þetta fyrst og fremst um að fá að segja skoðun sína,“ segir Jón og tekur fram að Katalónía sé allt annað menningarsvæði en þau sem er að finna annars staðar á Spáni. Hægt sé að líkja þessu við muninn á milli Íslands og Danmerkur.

Gamall hrollur í eldra fólki

Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa hvatt almenning til að mæta á Katalóníutorg og láta heyra í sér í kvöld og ætlar Jón að vera þar á meðal. Hann kveðst ekki vera hræddur við að fara til Barcelona vegna ástandsins sem nú er uppi. „En auðvitað getur ýmislegt gerst. Fyrst þeir taka upp á þessu veit maður ekki hvað gerist næst. Ég veit að flokkurinn sem er við stjórn var stofnaður upp úr Franco-stjórninni. Ég er ekki beint hræddur en ég ber ekki mikið traust til þeirra aðila sem eru við stjórnvölinn. Ég hef heyrt að það hleypur gamall hrollur í eldra fólk en það er engin ofsahræðsla hérna. Menn eru fyrst og fremst að tala sín á milli,“ segir hann.

„Þetta er bara ljótur leikur að mínu viti. Menn vilja ekki notast við lýðræðislegar úrlausnir heldur vald og ég er ekki hrifinn af því.“

Mótmælendur halda blómum á lofti í mótmælunum í Barcelona.
Mótmælendur halda blómum á lofti í mótmælunum í Barcelona. AFP

Tæp 50 prósent á móti sjálfstæði

Flokkar aðskilnaðarsinna hlutu 47,6 prósent atkvæða í kosningum í Katalóníu fyrir tveimur árum en sú atkvæðagreiðsla átti að leggja línuna fyrir sjálfstæði. Flokkarnir fengu nauman meirihluta með 72 sætum af þeim 135 þingsætum sem eru í boði á katalónska þinginu.

Skoðanakannanir hafa sýnt að íbúar Katalóníu eru ekki á sama meiði varðandi aðskilnað frá Spáni. Könnun sem gerð var í júlí sýndi að 49,4 prósent Katalóna voru á móti sjálfstæði á meðan 41,1 prósent voru því fylgjandi.

AFP
mbl.is

Innlent »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Hef gaman af því að grúska

Í gær, 20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

Í gær, 20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

Í gær, 20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Síldarlýsi út á salatið?

Í gær, 19:58 Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

Í gær, 19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

Í gær, 19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Í gær, 19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

Í gær, 18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

Í gær, 18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

Í gær, 18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

Í gær, 18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

Í gær, 18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...