„Það er allt í hers höndum“

„Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,“ segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona.

„Það hafa að vísu engin dauðsföll orðið en þetta er dálítið sláandi.“

Í borginni hafa spænsk stjórnvöld handtekið fjórtán katalónska embættismenn og ráðist inn í þau ráðuneyti sjálfsstjórnarhéraðsins sem koma að skipulagningu fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu 1. október um aðskilnað Katalóníu frá Spáni.

Fjöldi mótmælenda safnaðist saman fyrir utan efnahagsráðuneytið í Barcelona í dag á meðan húsleit stóð þar yfir og var andrúmsloftið spennuþrungið.

Fólk heldur á „Esteladas
Fólk heldur á „Esteladas", sjálfstæðisfána Katalóníu, fyrir utan efnahagsráðuneyti Katalóníu. AFP

Fólk sent út á götu

Að sögn Jóns hafa lögreglu- og hermenn lokað fyrirtækjum, þar á meðal prentsmiðjum, og farið inn í margar opinberar stofnanir þar sem vinir Jóns og konu hans starfa. „Við eigum vini og kunningja sem hafa sent myndir þar sem lögreglan er að senda fólk út á götu. Maður hefði ekki trúað þessu,“ segir hann.

Jón kveðst hafa fylgst vel með spænskum stjórnmálum og segir hann Þjóðarflokkinn, sem núna er í meirihluta með Mariano Rajoy sem forsætisráðherra, hafa verið afdráttarlausan í orðavali sínu þegar kemur að kröfu Katalóníu um sjálfstæði.

„Ég átti ekki alveg von á þessu en síðustu daga hefur forsætisráðherra sagt að það verði ekki kosið. Hann hefur ekki viljað ræða við stjórnina hér,“ segir Jón um Rajoy.

Hópur fólks heldur á stórum borða þar sem á stendur ...
Hópur fólks heldur á stórum borða þar sem á stendur „Lýðræði Katalóníu velkomið" í mótmælum í Barcelona. AFP

Eins og Ísland og Danmörk

Aðspurður segist hann sjálfur fylgjandi því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um aðskilnað Katalóníu frá Spáni. „Frá mínum bæjardyrum séð snýst þetta fyrst og fremst um að fá að segja skoðun sína,“ segir Jón og tekur fram að Katalónía sé allt annað menningarsvæði en þau sem er að finna annars staðar á Spáni. Hægt sé að líkja þessu við muninn á milli Íslands og Danmerkur.

Gamall hrollur í eldra fólki

Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa hvatt almenning til að mæta á Katalóníutorg og láta heyra í sér í kvöld og ætlar Jón að vera þar á meðal. Hann kveðst ekki vera hræddur við að fara til Barcelona vegna ástandsins sem nú er uppi. „En auðvitað getur ýmislegt gerst. Fyrst þeir taka upp á þessu veit maður ekki hvað gerist næst. Ég veit að flokkurinn sem er við stjórn var stofnaður upp úr Franco-stjórninni. Ég er ekki beint hræddur en ég ber ekki mikið traust til þeirra aðila sem eru við stjórnvölinn. Ég hef heyrt að það hleypur gamall hrollur í eldra fólk en það er engin ofsahræðsla hérna. Menn eru fyrst og fremst að tala sín á milli,“ segir hann.

„Þetta er bara ljótur leikur að mínu viti. Menn vilja ekki notast við lýðræðislegar úrlausnir heldur vald og ég er ekki hrifinn af því.“

Mótmælendur halda blómum á lofti í mótmælunum í Barcelona.
Mótmælendur halda blómum á lofti í mótmælunum í Barcelona. AFP

Tæp 50 prósent á móti sjálfstæði

Flokkar aðskilnaðarsinna hlutu 47,6 prósent atkvæða í kosningum í Katalóníu fyrir tveimur árum en sú atkvæðagreiðsla átti að leggja línuna fyrir sjálfstæði. Flokkarnir fengu nauman meirihluta með 72 sætum af þeim 135 þingsætum sem eru í boði á katalónska þinginu.

Skoðanakannanir hafa sýnt að íbúar Katalóníu eru ekki á sama meiði varðandi aðskilnað frá Spáni. Könnun sem gerð var í júlí sýndi að 49,4 prósent Katalóna voru á móti sjálfstæði á meðan 41,1 prósent voru því fylgjandi.

AFP
mbl.is

Innlent »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
Toyota Corolla
Toyota Corolla árg. 2007 til sölu. Ekin 126 þús. km. Bifreiðin er í góðu ástandi...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...