Dílum við það sem gerist

Arnór Pálmi með handritshöfundum Skaupsins, þeim Dóra DNA, Bergi Ebba, …
Arnór Pálmi með handritshöfundum Skaupsins, þeim Dóra DNA, Bergi Ebba, Önnu Svövu, Sögu og Dóru. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins.

Miklar vendingar hafa verið síðustu daga í stjórnmálum og viðbúið að slíkt raski vinnu við vinsælasta sjónvarpsþátt ársins. Arnór Pálmi og hópur handritshöfunda, þau Anna Svava Knútsdóttir, Bergur Ebbi Benediktsson, Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir, hafa komið sér fyrir í Útvarpshúsinu við Efstaleiti og segir Arnór Pálmi að allt sé á áætlun.

„Við þurfum að díla við það sem gerist, hvort sem það er í pólitík eða í Costco. Ég held að þetta breyti engu um það hvernig við tæklum pólitíkina. Þetta seinkar bara framkvæmdinni enda langar engan að horfa á úrelta sketsa, sama um hvað þeir eru. Þetta var líka svona í fyrra. Þá voru ennþá stjórnarmyndunarviðræður þegar Skaupið var sýnt,“ segir Arnór Pálmi um undirbúning skaupsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert