Eru ekki hætt við áformin

Hvíti ramminn á myndinni sýnir lóðina á Grundartanga þar sem …
Hvíti ramminn á myndinni sýnir lóðina á Grundartanga þar sem til stóð að Silicor Materials reisti sólarkísilverksmiðju.

Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu.

Michael Russo, forstjóri fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið að ákveðið hafi verið að hægja á undirbúningnum og fjármögnun verkefnisins hefur verið tekin til endurskoðunar.

„Við þurftum að taka eitt eða tvö skref til baka og endurmeta stöðuna en við höfum fullan hug á að halda verkefninu áfram, því hefur ekki verið hætt,“ segir Russo um fjármögnunina í Morgunblaðinu í dag, en erfiðara reyndist að fjármagna verkefnið en Silicor Materials taldi í fyrstu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert