„Ég stóð varla í fæturna“

Fjölskylda Signýjar Bergsdóttur þurfti að flýja heimili sitt eftir að jarðskjálfti upp á 7,1 reið yfir Mexíkóborg í gær og eru sprungur í húsi þeirra. Hún stóð varla í fæturna er skjálftinn reið yfir og sá fjölda hruninna og skemmdra húsa á leið sinni heim. Signý segir hús enn vera að falla saman.

Signý, sem vinnur við tónlist, hefur verið búsett í Mexíkóborg sl. 13-14 ár ásamt Saul Rosas manni sínum og eins árs gömlum syni þeirra Steinari. Hún er því ekki óvön því að skjálfta verði vart í borginni öðru hverju.

„Það varð náttúrulega annar jarðskjálfti hér fyrir viku. Hann var fjær Mexíkóborg, hafði ekki sömu áhrif og það voru öðruvísi hreyfingar. Núna var þetta þannig að ég stóð varla í fæturna. Ég hélt raunar utan um ókunnugan einstakling bara til að geta staðið upprétt,“ segir Signý. 98 manns fórust í skjálftanum fyrir viku, en tala látinna vegna skjálftans í gær er nú komin upp í 225 og óttast er að hún eigi eftir að hækka enn frekar.

Signý Bergsdóttir og sonurinn Steinar. Fjölskyldan varð að flýja heimili ...
Signý Bergsdóttir og sonurinn Steinar. Fjölskyldan varð að flýja heimili sitt, en skemmdir eru á húsinu eftir skjálftann. Ljósmynd/Facebook

„Hrundu hús þar sem ég var og þar sem ég bý“

Signý var stödd í Roma Condesa-hverfinu í Mexíkóborg þegar skjálftinn varð, en hverfið er nálægt miðborginni og eitt þeirra hverfa sem urðu hvað verst úti. „Þetta var bara hrikalegt. Maður var skelfingu lostinn og sorgmæddur og náttúrulega hræddur um sína,“ segir Signý og kveður gasleka hafa verið úti um allt. „Svo þegar maður reyndi að komast til að sækja barnið í leikskólann, eftir að hafa komist að því að það væri í lagi með alla, þá voru margar götur lokaðar. Ég held að kaos sé bara eina orðið yfir þetta.“

Á leið sinni á leikskólann að sækja soninn og svo heim sá Signý fjölda bygginga sem ýmist höfðu hrunið eða skemmst. Hún segir sitt hverfi, Narvarde sem er í suðurhluta borgarinnar, einnig hafa orðið illa úti. „Það hrundu hús bæði þar sem ég var og þar sem ég bý.“

Húsið sem fjölskyldan býr í slapp heldur ekki við skemmdir og urðu þau að finna sér annan dvalarstað í nótt, en sprungur eru í veggjum hússins og segir Signý jarðhæð hússins til að mynda vera mjög sprungna. „Það á enn eftir að skoða okkar byggingu, en það verður vonandi gert í dag til að sjá hvort að hún sé íbúðarhæf eða ekki.“ Hún  efast þó um að þau muni búa þar áfram, þar sem hún sé ekki viss um að treysta húsinu.

Loftmynd sem sýnir björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögreglu og hermenn við rústabjörgun ...
Loftmynd sem sýnir björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögreglu og hermenn við rústabjörgun í Mexíkóborg. Hús hafa haldið áfram að hrynja í dag að sögn Signýjar. AFP

Ótrúlegt að sjá skemmdirnar

Í gærdag og nótt dvöldu þau hjá vinafólki, enda var rafmagnslaust. „Maður hafði voða lítinn áhuga á að fara út í bíl í gær, en nú erum við komin til frænda Sauls og verðum þar í nokkra daga.“

Signý segir ótrúlegt að sjá skemmdirnar, m.a. á háskólanum sem hún nam við þegar hún kom fyrst til Mexikó í skiptinám. „Margar brýr hrundu og það sama er að segja um þjóðvegi. Þetta á náttúrulega ekki bara við um Mexíkóborg,“ bætir hún við. „Skjálftinn var sterkari annars staðar, en þar eru ekki háhýsi af sömu stærðargráðu eða íbúafjöldinn jafnmikill.“

Vegir eru nú víða lokaðir og mikilvægar brýr milli landshluta hrundu í skjálftanum. „Það á eftir að taka langan tíma að vinna úr þessu,“ segir Signý og kveðst óttast að tala yfir fjölda látinna eigi eftir að hækka, ekki hvað síst utan höfuðborgarinnar.

Björgunarmenn ná hér manni á lífi úr rústum eins þeirra ...
Björgunarmenn ná hér manni á lífi úr rústum eins þeirra húsa sem hrundu í Mexíkóborg. AFP

Hús eru enn að hrynja

Signý segir hús enn vera að hrynja í Mexíkóborg og bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. „Það var ein bygging að hrynja fyrir 20 mínútum hérna skammt frá þar sem ég er. Hún var illa farinn eftir skjálftann,“ segir Signý og kveðst vona að ekki hrynji fleiri byggingar með fólki inni í.

Þó að verið sé að reyna að halda fólki frá skemmdum húsum þá eru margir sem vilji komast heim til sín þó ekki nema sé til að sækja nauðsynjar. „Fólk á náttúrulega aleigu sína í þessum húsum og er því að fá að fara inn og sækja dótið sitt. Stundum er þunginn af fólkinu nóg til að húsið hrynji.“

Signý kveðst sjálf hafa gert það sama. „Við fórum upp og náðum í pela fyrir barnið, vegabréf, pening svo við værum ekki algjörir strandaglópar.“

Hún segir rólegra yfir borginni í dag og flestir reyni að vera lítið á ferðinni, þó að margir séu einnig að aðstoða við rústabjörgun. „Síðan er verið að reyna að finna fólki staði til að dvelja á. Það eru eiginlega allir í sjokki og ofboðslega sorgmæddir og reyna að hjálpa til eftir bestu getu.“

mbl.is

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....