Góður gangur í viðræðum

Horft út á Þingvallavatn úr tjaldi.
Horft út á Þingvallavatn úr tjaldi. mbl.is/Golli

Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings.

Að sögn hennar er hvert og eitt aðildarfélag BHM með samningsumboð fyrir sitt félag og stýrir sínum viðræðum við ríkið óháð öðrum.

Maríanna segir að samninganefnd Félags íslenskra náttúrufræðinga hafi hitt samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag „og þá kom ekkert fram í máli fulltrúa SNR að stjórnarslitin hefðu áhrif á okkar viðræður“ segir hún í svari við fyrirspurn um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert