Málum fjölgar hjá ákæruvaldi

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði mbl.is/Ómar Óskarsson

Fleiri brot voru afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári en árin þar á undan. Fjöldi brota sem afgreidd voru árið 2016 voru alls 6.777 en til samanburðar voru aðeins afgreidd 5.111 brot árið 2015, samkvæmt samantekt embættis ríkissaksóknara um tölfræði ákæruvaldsins fyrir árið 2016.

Jafnframt hækkaði hlutfall mála sem enduðu með ákæru en á síðasta ári var gefin út ákæra í 83 prósent þeirra mála sem afgreidd voru af ákæruvaldinu eða í 5.620 málum. Árið 2015 var gefin út ákæra í 3.883 málum eða í 76 prósentum mála.

Af brotum á almennum hegningarlögum eru auðgunarbrot algengustu málin sem koma inn á borð ákæruvaldsins en á síðasta ári var fjöldi auðgunarbrota 1.514, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert