Páll hættur hjá Hæstarétti Íslands

Páll Hreinsson.
Páll Hreinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Páli Hreinssyni var veitt lausn frá embætti dómara við Hæstarétt Íslands síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram á vefsíðu Hæstaréttar.

Páll, sem er á sextugsaldri, var skipaður hæstaréttardómari frá 1. september 2007.

Hann var skipaður dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg árið 2011 þar sem hann starfar enn og hafði hann verið í leyfi frá störfum við Hæstarétt frá þeim tíma.

Átta dómarar starfa við Hæstarétt, eða þau Benedikt Bogason, Greta Baldursdóttir, Helgi Ingólfur Jónsson, Karl Axelsson, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar.

Hæstiréttur íslands.
Hæstiréttur íslands. mbl.is/Þórður Arnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert