Parhús fyrir starfsmenn

Gangsetja á verksmiðjuna á Bakka 13. desember.
Gangsetja á verksmiðjuna á Bakka 13. desember. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi.

Það er fyrirtækið PCC Seaview Residences ehf. sem er í eigu móðurfyrirtækis PCC BakkiSilicon sem stendur að þessum framkvæmdum.

Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri atvinnumála hjá Norðurþingi, segir að reisa eigi ellefu parhús með 22 íbúðum í þessari umferð. ,,Svo hafa þeir heimild til að bæta þarna við fimm fjögurra íbúða húsum til viðbótar,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert