Ungir vísindamenn í víking

Þau Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson eru á ...
Þau Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson eru á leið til Tallinn í Eistlandi í lok vikunnar þar sem þau verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppni ungra vísindamanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet og Vífill Harðarson halda í lok vikunnar til Tallinn þar sem þau taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þau sigruðu í landskeppni ungra vísindamanna sem fór fram í Háskóla Íslands í vor.

Verkefni þeirra eru ólík en eiga það þó sameiginlegt að markmiðið með þeim er að hafa góð áhrif á samfélagið.

Herdís Ágústa, sem er á lokaári sínu í MH, kannaði stöðu barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Verkefnið vann hún í samstarfi við Barnaheill og niðurstaðan er að stórlega er brotið á rétti barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi, til að mynda þeim rétti barna að fá að tjá skoðanir sínar.

„Það eru til margir lagabálkar sem kveða á um réttindi barna en textinn er oft langur og erfitt að skilja hann. Við vildum einfaldlega setja skýrt fram hvaða reglur gilda þegar barn sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi,“ segir Herdís.

Afurð verkefnisins er plakat þar sem réttindi barna eru útlistuð á myndrænan hátt. „Svo börnin skilji sjálf hverju þau eiga rétt á,“ segir Herdís en plakatið má sjá hér á síðunni. „Þessi mál eiga erindi um allan heim svo ég ætla að vekja athygli á þeim,“ segir hún um ferðina til Tallinn.

Vífill Harðarson, sem hóf nám í hagnýtri stærðfræði við HÍ í haust, rannsakaði hvort nýta mætti hliðarafurð úr framleiðslu lýsis til að búa til sápu. Hugmyndin var að reyna að nýta betur auðlindir hafsins.

„Ég hef búið sápuna til tvisvar og hún er í fínasta lagi. Ég hef blandað henni í vatn til að sjá hvort hún freyðir og prófað ph-gildi hennar. Það er í góðu lagi að setja hana á húðina. En ég á eftir að finna út hvort enn séu leifar af Omega 3 og þeim vítamínum sem eru í lýsi,“ segir Vífill.

Er ekki bölvuð fýla af þessu?

„Jú, það eru nokkrir punktar sem þarf að fínpússa, þar með talin lyktin. Lýsislyktin er kannski ekki eitthvað sem fólk vill hafa á húðinni. Ég hafði hugsað mér að prófa að blanda íslenskum jurtum eða sítrónu saman við. Svo á bara eftir að koma í ljós hvort raunhæft sé að nota þetta á húðina eða í hárið. Það gæti alveg verið markaður fyrir lífræna íslenska fiskiolíusápu.“

Börn fái að tjá sig ef þau vilja

„Við tókum meðal annars viðtal við Helgu Guðmundsdóttur hjá Rauða krossinum og byggðum líka á rannsókn hennar þar sem hún tók viðtöl við flóttabörnin sjálf.

Þetta er oft langt umsóknarferli og við viljum að börn fái aðgang í skóla eins fljótt og hægt er þegar þau koma til landsins. Þetta er það sem þau þurfa á að halda; menntun og þátttöku í samfélaginu svo þau geti uppfyllt drauma sína í framtíðinni,“ segir Herdís.

Hún segir líka mikilvægt að börn fái að tjá sig um sín mál kjósi þau svo. „Í nýju útlendingalögunum er miðað við að þau þurfi að vera 15 ára til þess en við viljum fella þessi aldursviðmið út og fara bara eftir þroska barnsins. Ef börnin vilja tjá sig eiga þau að fá tækifæri til þess.“

Innlent »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal þann 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...