Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

Kolbrún Harpa á toppi tilverunnar í Vestmannaeyjum. Umhverfið, ástin og ...
Kolbrún Harpa á toppi tilverunnar í Vestmannaeyjum. Umhverfið, ástin og fegurðin eru henni hugleikin.

Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í.

Ég byrjaði sem barn að semja sögur. Um þrettán ára aldur fór ég að senda sögur í sunnudagsblað Þjóðviljans. Pabbi var umboðsmaður hans í Vestmannaeyjum og með sunnudagsblaðinu fylgdi aukablað með efni fyrir börn,“ segir Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir, Eyjapæja í húð og hár, eins og hún lýsir sér.

„Ég er fædd og uppalin í Eyjum, elst sjö systkina. Þegar ég var eins árs fæddust þríburasystur mínar. Þær eru reyndar einu þríburarnir sem fæðst hafa í Eyjum. Anna, ein af þríburunum, lést fyrir stuttu. Ég er viss um að hún mamma hefur tekið vel á móti henni Önnu sinni,“ segir Kolbrún Harpa.

„Ég var send til Önnu og Högna móðurbróður míns í Vatnsdal til þess að létta undir heimilinu þegar þríburarnir fæddust. Vatnsdalur var stórt hús á austurhluta Heimaeyjar. Þar voru hestar og hænsnabú. Bæði Vatnsdalur og æskuheimili mitt Hvoll, við Urðarveg 17, fóru undir hraun í eldgosinu 1973,“ segir Kolbrún Harpa og bætir við að næst í röðinni á eftir þríburunum hafi Inga systir hennar fæðst árið 1957. „Þegar Surtsey gaus 1963 fæddist svo Elva og þegar gaus á Heimaey 1973 fæddist Freyr,“ segir Harpa hlæjandi.

Í frystihúsi aðeins níu ára

Samrýnd hjón. Ómar myndar og Kolbrún Harpa skreytir.
Samrýnd hjón. Ómar myndar og Kolbrún Harpa skreytir.


Kolbrún Harpa hóf vinnu í frystihúsi níu ára gömul eins og tíðkaðist í þá daga. „Ég byrjaði í léttum verkum, að brjóta saman pappa og þess háttar.“ Hún hélt áfram í fiskvinnslu en starfaði síðar við umönnunarstörf á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum. Kolbrún Harpa vann í Oddinum, gjafa- og ritfangaverslun, í golfskálanum og sem þerna á Herjólfi. Í sjö ár starfaði hún í verslun hjá grónu fjölskyldufyrirtæki, Miðstöðinni.

Kolbrún Harpa hefur ekki verið á vinnumarkaði undanfarið vegna vefjagigtar. „Það er sagt að áföll setjist í líkamann og ég held að það sé rétt. Það var engin áfallahjálp til dæmis eftir gosið í Eyjum og ég hreinlega man ekkert fyrstu þrjá mánuði gossins. Þetta eru þokukenndir tímar,“ segir Kolbrún Harpa alvarleg.

„Mér fannst Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson opna fyrir umræðuna með mynd sinni, Útlendingur heima.“

Ljóðagerð og lagasmíðar bættust í smiðju Kolbrúnar Hörpu.

„Ljóðagerð hjálpar mér að koma hugsunum mínum á blað. Þegar mamma lést aðeins 59 ára gömul gat ég skrifað mig út úr sorginni. Það var mikið sungið á mínu æskuheimili. Mamma spilaði á gítar og kenndi mér fyrstu tvö gripin,“ segir Kolbrún Harpa með hlýju.

Kolbrún Harpa á góðri stund með Sunnu Emilý barnabarni.
Kolbrún Harpa á góðri stund með Sunnu Emilý barnabarni.


„Með þessum tveimur gripum gat ég byrjað á því að spila Upp undir Eiríksjökli. Mamma spilaði alltaf í tjaldinu á Þjóðhátíð og þegar hún hætti þá tók ég við og spilaði fram á rauðamorgun. Ég var að fá gítarinn hennar mömmu í hendurnar. Hann er lúinn og ber þess merki að mikið sé búið að spila á hann.“

Ljóð Kolbrúnar Hörpu, Yfir eld og glóð, vann í ljóðasamkeppni sem haldin var í tilefni af því að 40 ár voru liðin frá eldgosinu í Eyjum. Þorvaldur Bjarni Halldórsson samdi lag við ljóðið sem flutt var á afmælistónleikunum í Hörpu.

„Ég gerði textann þegar ég var 19 ára, stuttu eftir gos. Ég sendi hann í keppnina og það kom mér mjög á óvart að ég skyldi vinna þessa ljóðakeppni en mér var tjáð að allt sem þyrfti hefði komið fram í textanum,“ segir Harpa sem segir upplifunina í Hörpu hafa komið út á sér tárum.

„Það voru fleiri sem táruðust og fundu sig í ljóðinu mínu.“

Semja og syngja saman

Kerti fyrir skírnir, brúðkaup og önnur tækifæri úr smiðju Kolbrúnar ...
Kerti fyrir skírnir, brúðkaup og önnur tækifæri úr smiðju Kolbrúnar Hörpu, Kollukoti.


Kolbrún Harpa á lag á geisladiskinum „Í skugga meistara yrki ég ljóð“ sem gefinn var út af laga- og textahöfundum í Vestmannaeyjum.

„Lagið er eftir dóttur mína Helenu Sigríði Pálsdóttur, en textann sömdum við saman. Helena er með tölvustúdíó heima hjá sér og við erum að syngja mikið saman,“ segir Kolbrún Harpa. Hún segir að textarnir fjalli iðulega um umhverfið, ástina og fegurðina. „Enda eru Eyjarnar paradís á jörðu.“

Ljóð eftir Kolbrúnu Hörpu birtust á árum áður í þjóðhátíðarblöðum Þórs. „Mér þykir alltaf vænt um það sem Árni Johnsen skrifaði í pistli; að það væri blær Oddgeirslaganna í ljóðum mínum. Þvílík upphefð að vera líkt við Oddgeir Kristjánsson,“ segir Kolbrún Harpa. Hún segir að fyrsti ádeilutextinn sem hún samdi fjalli um börn í heiminum, fátækt og erfiðar aðstæður.

„Þessi texti á við enn í dag. Ég var að reyna að fá fólk til þess að opna augun og hjálpa.“ Kolbrún Harpa á í fórum sínum eina óútgefna ljóðabók. Hún hefur gefið út geisladisk með sögunni um Silfurskrínið sem er fyrsta sagan í þríleik. Seinni hlutana tvo hefur Kolbrúnu Hörpu ekki tekist að fjármagna þrátt fyrir umsóknir um styrki.

„Silfurskrínið fjallar um ævintýri þriggja vina og tengist gosinu. Við tókum upp í stúdíóinu hennar Helenu og Gísli Helgason hjálpaði okkur með kaflaskil. Ég á enn nokkur eintök fyrir áhugasama,“ segir Kolbrún Harpa.

Góð orð í upphafi dags

Gullkorn á engli eftir Kolbrúnu Hörpu.
Gullkorn á engli eftir Kolbrúnu Hörpu.„Ég læt mér aldrei leiðast og finn mér alltaf eitthvað að gera. Tengdadóttir mín fór til dænis að skreyta kerti og ég laumaðist til þess að fylgjast neð hvernig hún fór að. Ég lærði kúnstina af henni,“ segir Kolbrún Harpa, sem skreytir oft kerti fyrir skírnir og brúðkaup og samúðarkerti eða af hvaða tilefni sem er.

Á fésbókarsíðu Kolbrúnar Hörpu, Gullkornin mín Art, er hægt að finna andlegt fóður fyrir sálina að sögn Kolbrúnar Hörpu. „Ég set í fallegan bakgrunn falleg orð eða gullkorn. Ég sem þau stundum frá eigin brjósti en þýði þó oftast úr ensku og nota íslensk gullkorn,“ segir Kolbrún Harpa sem segir að það gefi mikið að lesa falleg og góð orð í upphafi dags.

„Ég hef fengið gífurleg viðbrögð við síðunni minni og margir þakkað fyrir og sent mér línu. Lífið getur stundum verið okkur erfitt og okkur veitir ekki af að finna huggunarorð í gegnum daginn.“

Kolbrún Harpa hefur barist við vanlíðan í töluverðan tíma. Hún var greind með þunglyndi árið 2012.

„Það myndu ekki margir trúa því að ég væri þunglynd. Fólk sýnir það ekki út í frá þegar því líður illa og er illt í hjartanu. Loksins þegar ég fékk lyf þá opnaðist ný veröld. Ég gat farið að hugsa og brugðist við á annan hátt og skapað fallega hluti,“ segir Kolbrún Harpa sátt. Hún segir að þunglyndi sitt hafi birst í því að hún tók allt mjög nærri sér og alltaf stutt í tárin.

„Þegar allt var orðið ómögulegt og mér leið mjög illa fór ég að spá í hvort það væri allt í lagi. Ég vildi að ég hefði leitað mér hjálpar fyrr.“

Felur ekki þunglyndið

Þunglyndi virðist fylgja einhver skömm að sögn Kolbrúnar Hörpu.

„Það er eitthvert þunglyndi í fjölskyldunni. Það sést ekki utan á fólki að það sé veikt. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð og þegar ég bað um hjálp og lyfin fóru að virka. Ég ákvað strax að fela ekki greininguna. Ég upplýsti nánustu fjölskyldu um stöðuna og opinberaði það svo á fésbókinni. Ég sé ekki eftir því,“ segir Kolbrún Harpa.

„Ég hef alltaf nóg að gera. Nýjasta nýtt er að mála á fjörusteina. Ég negldi mér eiginmann fyrir nokkrum árum, Ómar Val Eðvaldsson, hann er mjög góður áhugaljósmyndari. Hann tók frábæra mynd af Herjólfi sem prýðir risastóran vegg. Ég nota stundum myndir frá honum í mín verk,“ segir stolt eiginkona.

Börn Kolbrúnar Hörpu eru þrjú og barnabörnin fjögur. Ómar á þrjú börn og fjögur barnabörn.

„Ég veit ekki hvort ég á að segja það en við Helena höfum verið að gæla við að semja eurovisionlag og senda í keppnina á RÚV. Hver veit hvað við gerum og hvernig það fer,“ segir Kolbrún Harpa og hlær.

Innlent »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum stöndum við á tímamótum – hingað og ekki lengra. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, við setningu Alþingis. Meira »

Pálma Jónssonar minnst á Alþingi

14:41 Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti Alþingis, minntist Pálma Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, á þingsetningarfundi í dag, en Pálmi lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 9. október eftir langvarandi veikindi. Hann var á 88. aldursári. Meira »

Birgir Ármanns og Helga Vala í kjörbréfanefnd

14:41 Birgir Ármannsson, sem var formaður kjörbréfanefndar á síðasta þingi, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir voru í dag skipuð í kjörbréfanefnd. Meira »

Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“

14:09 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, mun í dag afhenda alþingismönnum 63 jólapakka ásamt hvatningu til góðra verka. Formenn allra þingflokka á Alþingi taka við pökkunum fyrir hönd sinna þingmanna. Meira »

Þingsetningarathöfn hafin

13:49 Setning 148. löggjafaþings fer fram í dag. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Meira »

Fastur bíll lokar þjóðvegi 1

13:35 Þjóðvegi 1 við Jökulsárlón er lokaður um óákveðinn tíma vegna flutningabíls sem er skorðaður fastur í hálku við afleggjarann að aðstöðunni við lónið. Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

Aukin framlög til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Heildarfjárheimildin til málaflokksins hækkar um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18. 2.1943
Þormóðsslysið var mikill harmleikur. Líf heillar byggðar og flestra fjölskyldna...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Toyota Corolla
Toyota Corolla árg. 2007 til sölu. Ekin 126 þús. km. Bifreiðin er í góðu ástandi...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...