Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

Kolbrún Harpa á toppi tilverunnar í Vestmannaeyjum. Umhverfið, ástin og ...
Kolbrún Harpa á toppi tilverunnar í Vestmannaeyjum. Umhverfið, ástin og fegurðin eru henni hugleikin.

Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í.

Ég byrjaði sem barn að semja sögur. Um þrettán ára aldur fór ég að senda sögur í sunnudagsblað Þjóðviljans. Pabbi var umboðsmaður hans í Vestmannaeyjum og með sunnudagsblaðinu fylgdi aukablað með efni fyrir börn,“ segir Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir, Eyjapæja í húð og hár, eins og hún lýsir sér.

„Ég er fædd og uppalin í Eyjum, elst sjö systkina. Þegar ég var eins árs fæddust þríburasystur mínar. Þær eru reyndar einu þríburarnir sem fæðst hafa í Eyjum. Anna, ein af þríburunum, lést fyrir stuttu. Ég er viss um að hún mamma hefur tekið vel á móti henni Önnu sinni,“ segir Kolbrún Harpa.

„Ég var send til Önnu og Högna móðurbróður míns í Vatnsdal til þess að létta undir heimilinu þegar þríburarnir fæddust. Vatnsdalur var stórt hús á austurhluta Heimaeyjar. Þar voru hestar og hænsnabú. Bæði Vatnsdalur og æskuheimili mitt Hvoll, við Urðarveg 17, fóru undir hraun í eldgosinu 1973,“ segir Kolbrún Harpa og bætir við að næst í röðinni á eftir þríburunum hafi Inga systir hennar fæðst árið 1957. „Þegar Surtsey gaus 1963 fæddist svo Elva og þegar gaus á Heimaey 1973 fæddist Freyr,“ segir Harpa hlæjandi.

Í frystihúsi aðeins níu ára

Samrýnd hjón. Ómar myndar og Kolbrún Harpa skreytir.
Samrýnd hjón. Ómar myndar og Kolbrún Harpa skreytir.


Kolbrún Harpa hóf vinnu í frystihúsi níu ára gömul eins og tíðkaðist í þá daga. „Ég byrjaði í léttum verkum, að brjóta saman pappa og þess háttar.“ Hún hélt áfram í fiskvinnslu en starfaði síðar við umönnunarstörf á dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum. Kolbrún Harpa vann í Oddinum, gjafa- og ritfangaverslun, í golfskálanum og sem þerna á Herjólfi. Í sjö ár starfaði hún í verslun hjá grónu fjölskyldufyrirtæki, Miðstöðinni.

Kolbrún Harpa hefur ekki verið á vinnumarkaði undanfarið vegna vefjagigtar. „Það er sagt að áföll setjist í líkamann og ég held að það sé rétt. Það var engin áfallahjálp til dæmis eftir gosið í Eyjum og ég hreinlega man ekkert fyrstu þrjá mánuði gossins. Þetta eru þokukenndir tímar,“ segir Kolbrún Harpa alvarleg.

„Mér fannst Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson opna fyrir umræðuna með mynd sinni, Útlendingur heima.“

Ljóðagerð og lagasmíðar bættust í smiðju Kolbrúnar Hörpu.

„Ljóðagerð hjálpar mér að koma hugsunum mínum á blað. Þegar mamma lést aðeins 59 ára gömul gat ég skrifað mig út úr sorginni. Það var mikið sungið á mínu æskuheimili. Mamma spilaði á gítar og kenndi mér fyrstu tvö gripin,“ segir Kolbrún Harpa með hlýju.

Kolbrún Harpa á góðri stund með Sunnu Emilý barnabarni.
Kolbrún Harpa á góðri stund með Sunnu Emilý barnabarni.


„Með þessum tveimur gripum gat ég byrjað á því að spila Upp undir Eiríksjökli. Mamma spilaði alltaf í tjaldinu á Þjóðhátíð og þegar hún hætti þá tók ég við og spilaði fram á rauðamorgun. Ég var að fá gítarinn hennar mömmu í hendurnar. Hann er lúinn og ber þess merki að mikið sé búið að spila á hann.“

Ljóð Kolbrúnar Hörpu, Yfir eld og glóð, vann í ljóðasamkeppni sem haldin var í tilefni af því að 40 ár voru liðin frá eldgosinu í Eyjum. Þorvaldur Bjarni Halldórsson samdi lag við ljóðið sem flutt var á afmælistónleikunum í Hörpu.

„Ég gerði textann þegar ég var 19 ára, stuttu eftir gos. Ég sendi hann í keppnina og það kom mér mjög á óvart að ég skyldi vinna þessa ljóðakeppni en mér var tjáð að allt sem þyrfti hefði komið fram í textanum,“ segir Harpa sem segir upplifunina í Hörpu hafa komið út á sér tárum.

„Það voru fleiri sem táruðust og fundu sig í ljóðinu mínu.“

Semja og syngja saman

Kerti fyrir skírnir, brúðkaup og önnur tækifæri úr smiðju Kolbrúnar ...
Kerti fyrir skírnir, brúðkaup og önnur tækifæri úr smiðju Kolbrúnar Hörpu, Kollukoti.


Kolbrún Harpa á lag á geisladiskinum „Í skugga meistara yrki ég ljóð“ sem gefinn var út af laga- og textahöfundum í Vestmannaeyjum.

„Lagið er eftir dóttur mína Helenu Sigríði Pálsdóttur, en textann sömdum við saman. Helena er með tölvustúdíó heima hjá sér og við erum að syngja mikið saman,“ segir Kolbrún Harpa. Hún segir að textarnir fjalli iðulega um umhverfið, ástina og fegurðina. „Enda eru Eyjarnar paradís á jörðu.“

Ljóð eftir Kolbrúnu Hörpu birtust á árum áður í þjóðhátíðarblöðum Þórs. „Mér þykir alltaf vænt um það sem Árni Johnsen skrifaði í pistli; að það væri blær Oddgeirslaganna í ljóðum mínum. Þvílík upphefð að vera líkt við Oddgeir Kristjánsson,“ segir Kolbrún Harpa. Hún segir að fyrsti ádeilutextinn sem hún samdi fjalli um börn í heiminum, fátækt og erfiðar aðstæður.

„Þessi texti á við enn í dag. Ég var að reyna að fá fólk til þess að opna augun og hjálpa.“ Kolbrún Harpa á í fórum sínum eina óútgefna ljóðabók. Hún hefur gefið út geisladisk með sögunni um Silfurskrínið sem er fyrsta sagan í þríleik. Seinni hlutana tvo hefur Kolbrúnu Hörpu ekki tekist að fjármagna þrátt fyrir umsóknir um styrki.

„Silfurskrínið fjallar um ævintýri þriggja vina og tengist gosinu. Við tókum upp í stúdíóinu hennar Helenu og Gísli Helgason hjálpaði okkur með kaflaskil. Ég á enn nokkur eintök fyrir áhugasama,“ segir Kolbrún Harpa.

Góð orð í upphafi dags

Gullkorn á engli eftir Kolbrúnu Hörpu.
Gullkorn á engli eftir Kolbrúnu Hörpu.„Ég læt mér aldrei leiðast og finn mér alltaf eitthvað að gera. Tengdadóttir mín fór til dænis að skreyta kerti og ég laumaðist til þess að fylgjast neð hvernig hún fór að. Ég lærði kúnstina af henni,“ segir Kolbrún Harpa, sem skreytir oft kerti fyrir skírnir og brúðkaup og samúðarkerti eða af hvaða tilefni sem er.

Á fésbókarsíðu Kolbrúnar Hörpu, Gullkornin mín Art, er hægt að finna andlegt fóður fyrir sálina að sögn Kolbrúnar Hörpu. „Ég set í fallegan bakgrunn falleg orð eða gullkorn. Ég sem þau stundum frá eigin brjósti en þýði þó oftast úr ensku og nota íslensk gullkorn,“ segir Kolbrún Harpa sem segir að það gefi mikið að lesa falleg og góð orð í upphafi dags.

„Ég hef fengið gífurleg viðbrögð við síðunni minni og margir þakkað fyrir og sent mér línu. Lífið getur stundum verið okkur erfitt og okkur veitir ekki af að finna huggunarorð í gegnum daginn.“

Kolbrún Harpa hefur barist við vanlíðan í töluverðan tíma. Hún var greind með þunglyndi árið 2012.

„Það myndu ekki margir trúa því að ég væri þunglynd. Fólk sýnir það ekki út í frá þegar því líður illa og er illt í hjartanu. Loksins þegar ég fékk lyf þá opnaðist ný veröld. Ég gat farið að hugsa og brugðist við á annan hátt og skapað fallega hluti,“ segir Kolbrún Harpa sátt. Hún segir að þunglyndi sitt hafi birst í því að hún tók allt mjög nærri sér og alltaf stutt í tárin.

„Þegar allt var orðið ómögulegt og mér leið mjög illa fór ég að spá í hvort það væri allt í lagi. Ég vildi að ég hefði leitað mér hjálpar fyrr.“

Felur ekki þunglyndið

Þunglyndi virðist fylgja einhver skömm að sögn Kolbrúnar Hörpu.

„Það er eitthvert þunglyndi í fjölskyldunni. Það sést ekki utan á fólki að það sé veikt. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð og þegar ég bað um hjálp og lyfin fóru að virka. Ég ákvað strax að fela ekki greininguna. Ég upplýsti nánustu fjölskyldu um stöðuna og opinberaði það svo á fésbókinni. Ég sé ekki eftir því,“ segir Kolbrún Harpa.

„Ég hef alltaf nóg að gera. Nýjasta nýtt er að mála á fjörusteina. Ég negldi mér eiginmann fyrir nokkrum árum, Ómar Val Eðvaldsson, hann er mjög góður áhugaljósmyndari. Hann tók frábæra mynd af Herjólfi sem prýðir risastóran vegg. Ég nota stundum myndir frá honum í mín verk,“ segir stolt eiginkona.

Börn Kolbrúnar Hörpu eru þrjú og barnabörnin fjögur. Ómar á þrjú börn og fjögur barnabörn.

„Ég veit ekki hvort ég á að segja það en við Helena höfum verið að gæla við að semja eurovisionlag og senda í keppnina á RÚV. Hver veit hvað við gerum og hvernig það fer,“ segir Kolbrún Harpa og hlær.

Innlent »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á Stundina

19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Fleiri vilja halda í krónuna

18:02 Fleiri landsmenn eru andvígir því að evran verði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi í stað krónunnar en eru hlynntir því samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »

Samþykkja lögbann á fréttaflutning

17:40 Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst nú síðdegis á kröfu Glitnis HoldCo um að lögbann yrði sett á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr fallna bankanum. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur ,rústrauður eða beige 100% visa raðgreiðslur.
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauður eða beige 100% visa raðgreiðslur. ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Félagsstarf
Staður og stund
Mynd af auglýsingu ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...